Sergio Perez hjá Racing Point, áður Farce India, segist hafa fallið í skuggann af liðsfélaga sínum og „næsta stórökumenni“ Esteban Ocon í fyrra þrátt fyrir að hafa verið fremri í keppninni um titil ökumanna.
Sergio Perez hjá Racing Point, áður Farce India, segist hafa fallið í skuggann af liðsfélaga sínum og „næsta stórökumenni“ Esteban Ocon í fyrra þrátt fyrir að hafa verið fremri í keppninni um titil ökumanna.
Sergio Perez hjá Racing Point, áður Farce India, segist hafa fallið í skuggann af liðsfélaga sínum og „næsta stórökumenni“ Esteban Ocon í fyrra þrátt fyrir að hafa verið fremri í keppninni um titil ökumanna.
Perez varð í áttunda sæti og 13 stigum á undan Ocon sem varð tólfti. Þá komst hann á pall í Azerbaijan meðan besta sæti Ocon í keppni var það sjötta. Alls hefur Perez staðið átta sinnum á verðlaunapalli eftir kappakstur í formúlu-1, en hann hóf keppni árið 2011 með Sauber.
Þaðan lá leiðin til McLaren 2013 og árið eftir réði hann sig til Force India. „Það er eins og allir séu orðnir vanir mér. Þegar ég var nýr voru allir að tala um mig og að ég væri næsti stórökumaðurinn, rétt eins og gert var við Esteban,“ segir Perez við blaðið motorsport.com.
Þrátt fyrir að hafa tapað 5-16 fyrir Ocon í tímatökum í fyrra telur Perez sig hafa bætt það upp með frammistöðu sinni í keppni. „Úrslitin eru klárlega ljós. Hann var betri í tímatökum enda þótt munurinn hafi verið einstaklega lítill, innan við tíunda úr sekúndu. Ég var svo betri í keppni, aflaði fleiri stiga og náði betra sæti. En það hefur munað afar litlu á okkur hingað til.“
Perez lagði áherslu á að hann vilji með engu móti reyna gera hlut Ocon minni en segir muninn í tímatökum hafa orsakast af því að hann hafði aldrei haft góða tilfinningu fyrir bílnum í þeim. „Í hreinskilni sagt leið mér aldrei nógu vel í 2018-bílnum.“