Williams með nýju útliti

Formúla-1/Williams | 11. febrúar 2019

Williams með nýju útliti

Williamsliðið afhjúpaði í dag útlit keppnisbíls liðsins í ár og er hann áberandi öðruvísi en undanfarin ár. Í stað þess að vera aðallega hvítur er hann orðinn hvítur, svartur og blár.

Williams með nýju útliti

Formúla-1/Williams | 11. febrúar 2019

Robert Kubica (t.v.) og George Russell við athöfnina í dag.
Robert Kubica (t.v.) og George Russell við athöfnina í dag.

Williamsliðið afhjúpaði í dag útlit keppnisbíls liðsins í ár og er hann áberandi öðruvísi en undanfarin ár. Í stað þess að vera aðallega hvítur er hann orðinn hvítur, svartur og blár.

Williamsliðið afhjúpaði í dag útlit keppnisbíls liðsins í ár og er hann áberandi öðruvísi en undanfarin ár. Í stað þess að vera aðallega hvítur er hann orðinn hvítur, svartur og blár.

Ræðst það meðal annars af tilkomu nýs aðal styrktaraðila liðsins. Athöfnin fór fram í höfuðstöðvum Williams í Grove í Englandi. Hér var ekki um sjálfan keppnisbílinn 2019 að ræða heldur umbreyttan bíl frá í fyrra með nýju vængjunum. 

Í ár teflir Williams nýju ökumannapari, hinum pólska Robert Kubica og hinum breska George Russell.

Kubica snýr aftur sem fullgildur keppnismaður en hann neyddist til að hætta keppni eftir alvarlegt slys í rallakstri árið 2011. Smám saman hefur hann byggt sig upp og þjálfað og endurheimt mikið af þeirri hreyfingargetu sem glataðist í slysinu.

Russell drottnaði í formúlu-2 í fyrra og varð meistari ökumanna. Hann er á mála hjá Mercedes, í hópi ungra ökumenna sem liðið hefur tekið undir sinn verndarvæng og þjálfar til betri getu.

Megin verkefni Kubica og Russell verður að endurreisa liðið fornfræga en það varð níunda og næstneðst í keppni liðanna í fyrra, með aðeins átta stig.

Á morgun mun Renault afhjúpa sinn 2019 bíl og Mercedes, Red Bull og Racing Point á miðvikudag.

Williamsbíllinn í ár í endanlegu útliti. Hvítt, svart og blátt …
Williamsbíllinn í ár í endanlegu útliti. Hvítt, svart og blátt eru uppistöðulitir bílsins.
Robert Kubica (t.v.) og George Russell við athöfnina í dag.
Robert Kubica (t.v.) og George Russell við athöfnina í dag.
Nýr aðalstyrktaraðili Williams er fjarskiptafyrirtækið Rokit.
Nýr aðalstyrktaraðili Williams er fjarskiptafyrirtækið Rokit.
mbl.is