Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að hann myndi íhuga að framlengja tímafrestinn sem hann hefur sett á viðræður um viðskiptasamning á milli Bandaríkjanna og Kína, ef svo færi að viðræðurnar væru ekki alveg í höfn 1. mars næstkomandi, en nálguðust endamarkið.
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að hann myndi íhuga að framlengja tímafrestinn sem hann hefur sett á viðræður um viðskiptasamning á milli Bandaríkjanna og Kína, ef svo færi að viðræðurnar væru ekki alveg í höfn 1. mars næstkomandi, en nálguðust endamarkið.
Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að hann myndi íhuga að framlengja tímafrestinn sem hann hefur sett á viðræður um viðskiptasamning á milli Bandaríkjanna og Kína, ef svo færi að viðræðurnar væru ekki alveg í höfn 1. mars næstkomandi, en nálguðust endamarkið.
„Ef við erum nálægt samningi og við teljum að við getum gert alvörusamning, gæti ég séð sjálfan mig láta það „slæda“ aðeins,“ sagði Trump við blaðamenn í Hvíta húsinu í dag, aðspurður hvort Kínverjum yrði veittur einhver frestur.
En hann bætti við: „Almennt séð er ég þó ekki hlynntur því að gera það.“
Þriðja umferð samningaviðræðna á milli ríkjanna tveggja er hafin í Peking í Kína, en Bandaríkjamenn hafa sagt að verði ekki komist að niðurstöðu sem sé þeim að skapi, muni tollar verða meira en tvöfaldaðir á kínverskar innflutningsvörur að andvirði 200 milljarða Bandaríkjadala.
„Kína þráir að gera samning,“ sagði Trump og bætti við að „hlutirnir gangi vel“ í viðræðum ríkjanna. Hann sagðist einnig búast við því að hitta Xi Jinping, forseta Kína, þó ekki sé búið að fastsetja dagsetningu fyrir fund þeirra.
AFP-fréttaveitan segir í frétt sinni um málið að í dag hafi Trump farið með þá röngu staðhæfingu að Kína sé að borga fyrir innflutningstollana sem ríkisstjórn hans hefur lagt á kínverskar vörur. Þeir eru í raun greiddir af bandarískum fyrirtækjum, sem flytja inn vörur frá Kína.
Þá segir í frétt AFP að tollastefna forsetans hafi ekki enn náð því meginmarkmiði Trumps, að draga úr viðskiptahalla Bandaríkjamanna við Kína.