Mercedesliðið frumsýndi í dag nýjan keppnisbíl sinn sem það vonar að dugi liðinu til að vinna sjötta heimsmeistaratitil bílsmiða í röð.
Mercedesliðið frumsýndi í dag nýjan keppnisbíl sinn sem það vonar að dugi liðinu til að vinna sjötta heimsmeistaratitil bílsmiða í röð.
Mercedesliðið frumsýndi í dag nýjan keppnisbíl sinn sem það vonar að dugi liðinu til að vinna sjötta heimsmeistaratitil bílsmiða í röð.
Mercedes hefur ráðið lögum og lofum í formúlunni frá því tvinnvélar komu til skjalanna 2014. Samkeppni hefur hins vegar aukist frá Ferrari á síðustu tveimur árum.
Silfurgrátt og svart eru litir yfirbyggingar og vængja eða hinir sömu og undanfarin ár. Útfærsla þeirra er þó örlítið breytt.
Bíllinn er byggður samkvæmt nýjum skilmálum sem ganga út á að breyta loftafli bílanna.Er framvængurinn til að mynda einfaldari og ekki eins flókin smíði og í fyrra. Afturvængurinn er einnig brattari en 2018.
Keppnistímabilið 2019 er heilmikil áskorun fyrir okkur öll,“ sagði liðsstjórinn Toto Wolff í dag. „Reglunum hefur verið breytt verulega og við verðum að byrja á byrjunarreit og þurfum að sanna okkur aftur, bæði gagnvart okkar eigin væntingum og væntingum keppinautanna.“