Racing Point sýnir sinn fyrsta bíl

Formúla-1/Force India | 13. febrúar 2019

Racing Point sýnir sinn fyrsta bíl

Racing Point sýnir sinn fyrsta formúlu-1 bíl í dag og var vettvangurinn alþjóðlega bílasýningin í Toronto í Kanada.

Racing Point sýnir sinn fyrsta bíl

Formúla-1/Force India | 13. febrúar 2019

Lance Stroll (t.v.) og Sergio Perez við nýja bílinn við …
Lance Stroll (t.v.) og Sergio Perez við nýja bílinn við afhjúpun hans í Toronto í dag. AFP

Racing Point sýnir sinn fyrsta formúlu-1 bíl í dag og var vettvangurinn alþjóðlega bílasýningin í Toronto í Kanada.

Racing Point sýnir sinn fyrsta formúlu-1 bíl í dag og var vettvangurinn alþjóðlega bílasýningin í Toronto í Kanada.

Við það tækifæri var nýr aðalstyrktaraðili liðsins verður veðmálafyrirtækið SportPesa sem rekur öll sín viðskipti á netinu. 

Sami bleiki liturinn er á bílnum og var  á bíl forverans, Force India, en meira fer þó fyrir bláa litnum á yfirbyggingunni en í fyrra.
Force India glímdi við mikla rekstrarerfiðleika í fyrra og var um tíma í höndum skiptaráðamda, eða þar til kanadíski kaupsýslumaðurinn Lawrence Stroll keypti það í samstarfi við nokkra fjárfesta síðsumars og endurnefndi það Racing Point Force India.

Í dag hefur nafn liðsins verið stytt niður í Racing Point einvörðungu.  

Sonur Lawrence Stroll, Lance, sem keppti með Williams undanfarin tvö ár, mun keppa fyrir Racing Point ásamt Sergio Perez sem verið hefur í herbúðum þess og forveranna frá 2014.
Lance Stroll (t.v.) og Sergio Perez við afhjúpun bíls Racing …
Lance Stroll (t.v.) og Sergio Perez við afhjúpun bíls Racing Point í Toronto í dag. AFP
Sergio Perez, nær, og Lance Stroll svipta bíl Racing Point …
Sergio Perez, nær, og Lance Stroll svipta bíl Racing Point hulum í Toronto í dag. AFP
Fyrsti keppnisbíll Racing Point a bílasýningunni í Toronto í dag.
Fyrsti keppnisbíll Racing Point a bílasýningunni í Toronto í dag. AFP
Lance Stroll (t.v.) og Sergio Perez við nýja keppnisbíl sinn, …
Lance Stroll (t.v.) og Sergio Perez við nýja keppnisbíl sinn, við frumsýningu hans í Toronto í dag. AFP
mbl.is