Ferrari brást ekki unnendum sínum er það frumsýndi formúlubíl sinn í ár. Vitaskuld var hann eins og þeir flestir hafa verið; rauður frá hvirfli til ilja.
Ferrari brást ekki unnendum sínum er það frumsýndi formúlubíl sinn í ár. Vitaskuld var hann eins og þeir flestir hafa verið; rauður frá hvirfli til ilja.
Ferrari brást ekki unnendum sínum er það frumsýndi formúlubíl sinn í ár. Vitaskuld var hann eins og þeir flestir hafa verið; rauður frá hvirfli til ilja.
Á þessum bíl vonast liðsmenn Ferrari, og þá sérstaklega ökumenn, til að geta stöðvað sigurgöngu Mercedesliðsis í formúlunni.
Breyting er á skipan ökumanna. Sebastian Vettel verður áfram í sínu sæti en fær nú sem liðsfélaga Charles Leclerc, sem verið hefur liðsmaður akademíu Ferrari fyrir unga ökumenn. Stóð hann sig vonum framar á jómfrúrtíð sinni í fyrra með Sauber og öðlaðist skjóta stöðuhækkun. Leysir hann Kimi Räikkönen af hólmi.
„Ég er virkilega spenntur og get ekki beðið eftir því að komast um borð í bílinn og bruna eftir brautinni,“ sagði Vettel við frumsýningarathöfnina. „Ég hlakka til keppnistíðarinnar, held að liðið sé á réttu róli. Vonandi höldum við áfram að bæta okkur,“ bætt hann við.