Sanchez boðar til þingkosninga

Sjálfstæð Katalónía? | 15. febrúar 2019

Sanchez boðar til þingkosninga

Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar tilkynnti í dag að þingkosningar yrðu haldnar á ný í lok aprílmánaðar, eftir að þingið hafnaði fjárlagafrumvarpi hans vegna deilunnar um sjálfstæðiskröfu Katalóníu. Verða þetta þriðju þingkosningarnar á Spáni á fjórum árum.

Sanchez boðar til þingkosninga

Sjálfstæð Katalónía? | 15. febrúar 2019

Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti í dag að þingkosningar yrðu …
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti í dag að þingkosningar yrðu haldnar í landinu á ný þann 28. apríl. Það verða þriðju þingkosningarnar í landinu á fjórum árum. AFP

Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar tilkynnti í dag að þingkosningar yrðu haldnar á ný í lok aprílmánaðar, eftir að þingið hafnaði fjárlagafrumvarpi hans vegna deilunnar um sjálfstæðiskröfu Katalóníu. Verða þetta þriðju þingkosningarnar á Spáni á fjórum árum.

Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar tilkynnti í dag að þingkosningar yrðu haldnar á ný í lok aprílmánaðar, eftir að þingið hafnaði fjárlagafrumvarpi hans vegna deilunnar um sjálfstæðiskröfu Katalóníu. Verða þetta þriðju þingkosningarnar á Spáni á fjórum árum.

„Milli þessara tveggja kosta — að gera ekkert og halda áfram með fjárlagafrumvarpið, eða að leyfa Spánverjum að segja hug sinn — þá vel ég síðari kostinn,“ sagði Sanchez á fundi með fréttamönnum. 

Skoðanakannanir gefa til kynna að yrði kosið nú þá myndu hægriflokkar ná meirihluta í þinginu, m.a. nýstofnaður hægri öfgaflokkur. AFP-segir að kosningabaráttan muni snúast um sjálfstæðiskröfu Katalóníu, en málið er mjög umdeilt á Spáni og hafa tilraunir Sanchez til að ná samningum við aðskilnaðarsinna í Katalóníu vakið mikla reiði hjá hægrimönnum. Hafa þeir sakað Sanchez um að láta undan kröfum aðskilnaðarsinna til að viðhalda völdum sínum.

Sanchez hefur nú gegnt embætti forsætisráðherra í átta mánuði, en hann bolaði íhaldssömum mótherja sínum úr embættinu með vantrauststillögu. Kjörtímabilið allt hefur hins vegar verið stormasamt og hefur Sanchez, sem forsætisráðherra brothættrar minnihlutastjórnar, til að mynda þurft að reiða sig á stuðning ýmissa ólíklegra bandamanna, til að mynda hægri öfgaflokksins Podemos, þjóðernissinnaðra þingmanna Baska og 17 katalónskra þingmanna úr röðum aðskilnaðarsinna.

Á miðvikudag lögðust katalónsku þingmennirnir hins vegar á sveif með hægri flokkunum og höfnuðu fjárlagafrumvarpi Sanchez. Gerðu þeir þetta í mótmælaskyni við því að réttað yrði yfir leiðtogum aðskilnaðarsinna vegna hlutverks þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu Katalóníubúa um aðskilnað frá Spáni, en spænsk yfirvöld segja atkvæðagreiðsluna ólöglega.

AFP segir flokk Sanchez, Sósíalistaflokkinn, hafa hafið kosningabaráttuna áður en Sanchez tilkynnti um væntanlegar kosningar. Þá tók Pablo Casado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fréttunum fagnandi. „Við höfum velt spænsku stjórninni,“ sagði hann sigurreifur.

mbl.is