Andlegt ofbeldi? Ég hef sögu að segja...

Hugleiðingar Einars Áskelssonar | 21. febrúar 2019

Andlegt ofbeldi? Ég hef sögu að segja...

„Andlegt ofbeldi er svartur blettur á vinnustaðamenningu hér sem annars staðar og á ekki að líðast. Á bak við hvert atvik er þolandi sem lengi er að eða mun aldrei ná sér að fullu. Það á hvergi að viðgangast að fólk geti meitt annað fólk í krafti valds síns. Stjórnendur á vinnustöðum sem horfa fram hjá atburðum og  gera ekkert eru um leið að veita samþykki fyrir að ofbeldi sé leyfilegt,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Andlegt ofbeldi? Ég hef sögu að segja...

Hugleiðingar Einars Áskelssonar | 21. febrúar 2019

Einar Áskelsson.
Einar Áskelsson.

„Andlegt ofbeldi er svartur blettur á vinnustaðamenningu hér sem annars staðar og á ekki að líðast. Á bak við hvert atvik er þolandi sem lengi er að eða mun aldrei ná sér að fullu. Það á hvergi að viðgangast að fólk geti meitt annað fólk í krafti valds síns. Stjórnendur á vinnustöðum sem horfa fram hjá atburðum og  gera ekkert eru um leið að veita samþykki fyrir að ofbeldi sé leyfilegt,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

„Andlegt ofbeldi er svartur blettur á vinnustaðamenningu hér sem annars staðar og á ekki að líðast. Á bak við hvert atvik er þolandi sem lengi er að eða mun aldrei ná sér að fullu. Það á hvergi að viðgangast að fólk geti meitt annað fólk í krafti valds síns. Stjórnendur á vinnustöðum sem horfa fram hjá atburðum og  gera ekkert eru um leið að veita samþykki fyrir að ofbeldi sé leyfilegt,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Hversu ómanneskjuleg getur tilveran verið?

Aðeins um mína sögu. Ég birti pistil í maí 2017 undir heitinu „Það ljótasta og fallegasta í fari fólks“. Í þeim pistli var tilgangurinn að gera endanlega upp eitt atvik sem gerðist á vinnustaðnum rétt áður en mér var „bjargað“.

Ég útskýrði það í pistlinum en minntist ekki á einelti eða andlegt ofbeldi. Fjallaði um þetta eina atvik sem var það ljótasta sem ég hef lent í, þegar mannauðsstjóri tilkynnti mér að minn fyrrverandi yfirmaður reyndi að fá mig áminntan í starfi vegna leigubílareikninga! Þetta gerist í lok ágúst 2015. Ég var orðinn fárveikur, lífið hrunið en man ég hugsaði á leiðinni á fundinni að ég hefði alltaf vinnuna!

Mannauðsstjóri bað mig að hafa ekki áhyggjur. Það má ekki áminna starfsfólk í veikindaleyfi (sem viðkomandi hefði átt að vita) og að auki ekki rök fyrir áminningu.

Þetta var eitt af lygilegu mótlæti sem ég varð fyrir þetta sumar helvítis árið 2015. Fundurinn ekki búinn. Þá kom að lykilatriðinu. Mannauðsstjóri biður mig um að íhuga að segja upp störfum þar sem sem hann taldi líklegt að ég yrði ekki vinnufær er veikindaleyfinu yrði lokið. Ekkert óeðlilegt við það og hann meinti vel. Það sem hann nefndi að auki áttaði ég mig ekki á þá heldur löngu síðar. Segir að ef ég kem til baka þá bíði mín leðjuslagur! Var búið að samþykkja breytingar á strúktur FME sem minn fyrrverandi yfirmaður var ósammála og lagði sig vel fram að koma í veg fyrir á meðan ég var í veikindafríi. Hafði náð að sannfæra forstjóra og aðra stjórnendur um allt annað. Ég yrði sem sé að berjast við þetta. Ég var þá vandamálið!

Í dag get ég ekki túlkað þetta öðruvísi en mér er stillt upp við vegg. Var ekki hægt að reka mig. Ég þáði að segja upp heilsunnar vegna. Ég átti engra kosta völ. Eins og ég nefndi var þetta nokkrum dögum áður en alvarlegur atburður gat gerst. Þetta var síðasta rothöggið í mótlæti veikindanna.

Eftir birtingu pistilsins vorið 2017 höfðu fjölmargir samband við mig því þeir lásu andlegt ofbeldi og einelti úr pistlinum. Ég varð hissa og átti erfitt með að kyngja því. Eftir að hafa rætt við fólk sem sagði mér frá sinni reynslu kviknaði á perum. Ég reyndi að skrifa um það helsta sem gerðist á vinnustaðnum í tímaröð og saup hveljur. 

Er ég áttaði mig á að hafa verið beittur andlegu ofbeldi upplifði ég fyrst skömm. Það leggur enginn mig í einelti! Ég ræddi við einn fagaðila og trúnaðarvin og fór að átta mig á að burtséð frá meintum geranda eða gerendum ofbeldisins þá gæti ég ekki horft fram hjá því að vera mín á þessum vinnustað var, líkt og ég sagði, orsakavaldur veikindanna minna. Það var lykilatriðið!

Ég gaf mér tíma að ákveða hvort ég ætti að gera eitthvað. Fann það í hjartanu að ég yrði að gera þetta upp því þarna liggur sársauki vegna hegðunar gagnvart mér og mín veikindi voru lífshættuleg og höfðu þær afleiðingar að allt mitt líf fór í rúst.

Ég hafði engan áhuga að fara í stríð við meinta gerendur né í lögfræðilega dómsleið. Eina sem mér datt í hug var að finna leið til að opna á þetta og koma minni sögu á framfæri. Gera þetta upp sem hluta af mínu bataferli. 

Fyrir ári sendi ég mannauðsstjóra tölvupóst þar sem ég fyrir kurteisis sakir vildi láta vita að í tengslum við mín veikindi ætlaði ég að gera upp tímann á vinnustaðnum eftir að hafa áttað mig á því að, þar sem þar gerðist, er ein orsökin fyrir að ég veikist sumarið 2013. Ég hóf þarna störf í byrjun árs 2011 og var þar til ég varð óvinnufær vegna veikindanna. Mannauðsstjóri upplýsti að fyrst ég hefði sent póstinn yrði hann samkvæmt verklagi að setja af stað eineltisrannsókn. Ég sagðist ekki óska eftir því. Ég fékk ráðleggingar um að leyfa því að hafa sinn gang og ákvað að gera ekkert sjálfur á meðan. Sagði við mannauðsstjóra að það myndi engu breyta hver niðurstaða rannsóknarinnar yrði. Ég stæði við mína upplifun.

Forathugun var gerð. Tekin ákvörðun um að fara í fulla rannsókn. Ráðgjafafyrirtækið Líf og sál sá um rannsóknina. Ég var í gegnum forathugunina rólegur yfir þessu. Ég var ekki í aðalhlutverki heldur vinnustaðurinn að rannsaka hvort viðkomandi starfsmaður hefði brotið af sér. Rannsóknin beindist að einum geranda en þeir voru fleiri. Var meira um beinar árásir á mig heldur en samfellt einelti þó að ég hefði getað nefnt tvenn dæmi um það. 

Í október 2018 er ég kallaður í yfirheyrslu hjá þessum ráðgjöfum. Áður hafði ég sent þeim söguna mína. Einn spurði og annar ritaði á tölvu sem kom fram. Þetta var miklu erfiðara að rifja upp en ég átti von á.

Síðan tók við mánuður þar sem ég þurfti í tvígang að kafa í gegnum öll smáatriði atburðarásarinnar við að leiðrétta það sem eftir mér var haft. Ég þurfti nánast að endurskrifa fyrsta uppkastið. Varð að eyða mikilli vinnu við þetta.

Eftir aðra umferð treysti ég því að frásögn mín væri rétt sett fram. En var alveg búinn eftir það.

Í nóvember 2018 fer ég að hrökkva upp á næturnar með andköf og fá ofsakvíða- og panikköst sem voru sársaukafull. Lokaði mig af með þetta fram í desember er ég tengdi þetta við atburðarás vinnustaðarins. Af því ég var veikur af complex áfallastreituröskun þá var ég viðkvæmur. Ég fór að endurupplifa sársauka sem ég hafði grafið inni um það sem gerðist á vinnustaðnum. Ég sá atburðina. Sumu hafði ég gleymt. Þá brá mér en hugsaði líka að þetta væri staðfesting á að ég væri ekki að ímynda mér neitt. 

Miðvikudaginn 9. janúar 2019 fékk ég niðurstöður afhentar. Ég fékk áfall. Þar var í almennum orðum án rökstuðnings fjallað um að mínar „ásakanir“ bentu ekkert til þess að viðkomandi hafi sýnt mér framkomu á borð við einelti eða andlegt ofbeldi. Ekkert. Viðkomandi hefði gert allt til að styðja við mig. Er þá metið út frá reglugerð um einelti. 

Ég var aldrei í hefndarhug gagnvart viðkomandi manneskju þótt ég viti mikið um hennar sögu og framgang á vinnustaðnum. Eftir að hafa lesið þetta leið mér eins og ég væri sá brotlegi og viðkomandi hvítþvegið fórnarlamb. Engin dæmi tekin til rökstuðnings. Orð gegn orði og mín orð ekki tekin marktæk. Engin vitni að neinu.

Fyrsta málsgrein niðurstaðanna sagði mér allt um gæði rannsóknarinnar. Þar stóð að ég hafi átt við veikindi að stríða og teldi að þau hefðu tekið sig upp á vinnustaðnum! Rangt. Ég veikist 2013 og hafði komið þessu vel á framfæri munnlega og skriflega með leiðréttingum. Auðvitað óskaði ég eftir leiðréttingum. Líf og sál nefndu að þau breyttu ALDREI niðurstöðum!! Þótt þær væru rangar! Þetta segir mér mikið um hvernig mín orð hafa verið túlkuð á móti viðkomandi. Ég var vandamálið. 

Ég kvartaði við mannauðsstjóra FME og sagðist ekki taka mark á niðurstöðum fyrr en þær yrðu leiðréttar. Það er enn í vinnslu!

Ein rökin í niðurstöðum er að aðferðafræðin hefði mætt mikilli andstöðu meðal sumra starfsmanna. Á móti til að vera á móti! Hvað gerir fólk þá? Lítur í eigin barm? Nei. Finnur blóraböggul. Ég var baktalaður! Ég var málaður ókurteis og stuðandi og því verðskuldaði ég baktal. Þetta vissi ég ekki og varð mér sjokk að lesa. Flokkast þetta ekki undir ofbeldi? Ég ætla ekki að telja upp öll atvik sem gerðust en þetta var sjokk. Var virkilega verið að tala svona um mig! Hvar var stuðningur yfirmanna í að hjálpa mér í því? Þeir vissu af þessu. Ekki ég! Ég fékk alltaf að heyra að ég yrði að bæta samskiptahæfni mína!

Þrátt fyrir að hafa verið á sjúkasta vinnustað sem ég hef komið á tókst mér að ljúka verkefninu sem mér var falið, og líka fárveikur af CPTSD frá 2013 - 2015. Samkvæmt mati FME er ég líklegast sá versti í heiminum í mínu fagi. Það var sjaldan hlustað á eða mér treyst þótt ég hefði áratuga reynsu.

Ég hef starfað í rúm 20 ár við að endurskipuleggja verklag og skipulag fyrirtækja, hjálpa þeim í gegnum vottunarferli stjórnunarkerfa o.fl. Aðstoðað tugi fyrirtækja. Hef m.a. unnið fyrir tvö aþjóðleg fyrirtæki. Alltaf sett mig í erfið spor að koma á breytingum sem sjaldnast eru vinsælar hjá starfsfólki. Ég var búinn að þróa mjög öfluga aðferðaferði við að t.d. greina vinnuferla o.fl. Byggt á menntun og reynslu. Aðferðafræði sem ráðgjafafyrirtækið Capacent hældi mér fyrir sem dæmi. Aldrei fengið kvartanir né lent í neinu á öllum þessum vinnustöðum eins og ég upplifði hjá Fjármálaeftirlitinu. Þótt oft hafi gengið mikið á. Segir það ekki eitthvað?

Ég stend við það sem ég hef sagt. Þetta sjúkasti vinnustaður sem ég hef komið á. Viðkomandi gerendur eru hluti af honum sem og stjórnendur. Framkoman t.d. við að reyna að áminna mig er meira en skítlegt eðli. Ég varð líka vitni eða heyrði af hvernig komið var fram við aðra.

Núna mun ég hugsa minn gang. Mér féllust hendur og var að gefast upp. Það er afleiðing af erfiðleikunum í haust. Orkan í mér er takmörkuð og ég verð að gæta mín. 

Líklegast mun ég gera sem ég ætlaði að gera áður en mannauðsstjóri setti rannsóknina í gang sem er að koma minni reynslu á framfæri. Uppgjör. Ekki í reiði gagnart FME sem er hvort eð er að sameinast Seðlabankanum.

Nei til að hjálpa mér að byggja upp mitt líf. Ég fyrirlít allt andlegt og líkamlegt ofbeldi. Hér ríkir enn þá þöggun og, eins og ég nefndi fyrr, sitja allt of mörg fórnarlömb í sárum sínum. Ég lít á það sem skyldu mína að koma minni sögu í umræðu um andlegt ofbeldi. Vil leggja mitt af mörkum til að fórnarlömbum fækki. Hvort ég birti hér eða í samvinnu við fjölmiðil kemur vonandi fljótt í ljós. Þeir sem hafa áhuga á samstarfi mega hafa samband.

Ég hef engu að tapa. Ég er ríkur af réttlætiskennd og þykir vænt um fólk. En ekki fólk sem níðist á fólki!

mbl.is