Börn sem leiðsögumenn

wapp.is | 22. febrúar 2019

Börn sem leiðsögumenn

Margir kannast við umræðuna og óttann um að börn séu að verða ofurseld farsímum og spjaldtölvum með tilheyrandi inniveru, hreyfingarleysi og skorti á samskiptum. Það er auðvitað rík ástæða til að óttast þessa þróun og reyna að snúa henni eins og hægt er með því að skammta tækjatíma og beita öðrum viðurkenndum aðferðum. Þó að ókostir séu margir sem fylgja tækjanotkun má einnig nýta sér tæknina til að auka samveru og hreyfingu. Með leiðsagnarforriti eins og Wapp – Walking app geta börn orðið leiðsögumenn fyrir fjölskylduna, ömmu og afa eða skólafélagana. Þau geta séð um að fylgja kortinu og lesið upp fróðleikinn fyrir samferðafólk sitt á réttum stöðum. Sérstaklega getur það gagnast fyrir ömmu og afa sem kunna hugsanlega lítið á leiðsöguöpp en geta með hjálp barnabarnanna séð fjölbreyttar gönguleiðir á útivistarsvæðum í grennd við byggð í nýju ljósi. 

Börn sem leiðsögumenn

wapp.is | 22. febrúar 2019

Með leiðsagnarforriti eins og Wapp – Walking app geta börn …
Með leiðsagnarforriti eins og Wapp – Walking app geta börn orðið leiðsögumenn fyrir fjölskylduna, ömmu og afa eða skólafélagana. Ljósmynd/Thinkstock

Margir kannast við umræðuna og óttann um að börn séu að verða ofurseld farsímum og spjaldtölvum með tilheyrandi inniveru, hreyfingarleysi og skorti á samskiptum. Það er auðvitað rík ástæða til að óttast þessa þróun og reyna að snúa henni eins og hægt er með því að skammta tækjatíma og beita öðrum viðurkenndum aðferðum. Þó að ókostir séu margir sem fylgja tækjanotkun má einnig nýta sér tæknina til að auka samveru og hreyfingu. Með leiðsagnarforriti eins og Wapp – Walking app geta börn orðið leiðsögumenn fyrir fjölskylduna, ömmu og afa eða skólafélagana. Þau geta séð um að fylgja kortinu og lesið upp fróðleikinn fyrir samferðafólk sitt á réttum stöðum. Sérstaklega getur það gagnast fyrir ömmu og afa sem kunna hugsanlega lítið á leiðsöguöpp en geta með hjálp barnabarnanna séð fjölbreyttar gönguleiðir á útivistarsvæðum í grennd við byggð í nýju ljósi. 

Margir kannast við umræðuna og óttann um að börn séu að verða ofurseld farsímum og spjaldtölvum með tilheyrandi inniveru, hreyfingarleysi og skorti á samskiptum. Það er auðvitað rík ástæða til að óttast þessa þróun og reyna að snúa henni eins og hægt er með því að skammta tækjatíma og beita öðrum viðurkenndum aðferðum. Þó að ókostir séu margir sem fylgja tækjanotkun má einnig nýta sér tæknina til að auka samveru og hreyfingu. Með leiðsagnarforriti eins og Wapp – Walking app geta börn orðið leiðsögumenn fyrir fjölskylduna, ömmu og afa eða skólafélagana. Þau geta séð um að fylgja kortinu og lesið upp fróðleikinn fyrir samferðafólk sitt á réttum stöðum. Sérstaklega getur það gagnast fyrir ömmu og afa sem kunna hugsanlega lítið á leiðsöguöpp en geta með hjálp barnabarnanna séð fjölbreyttar gönguleiðir á útivistarsvæðum í grennd við byggð í nýju ljósi. 

Það eru ótrúlega margar gönguleiðir í boði á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu og hægt er að taka nýja leið í hverri viku og gera göngu/útivist að föstum lið allt árið. Þannig er stuðlað að samveru, útiveru og hreyfingu.

Hægt er að taka nokkur dæmi af höfuðborgarsvæðinu. Það má fara sögugöngu í Elliðaárdalnum eða um Öskjuhlíð, skoða Hvalfjarðareyri og athuga hvort þið sjáið baggalúta. Það má kíkja á Gullkistuvík á Kjalarnesi, fara í sögugöngu um Sandgerði, Garðskaga, Stokkseyri eða miðbæ Hafnarfjarðar. Núvitundargangan í kringum Hvaleyrarvatn er sniðug og í Gálgahrauni og á Álftanesi eru spennandi sögur um drauga, sjóræningja úr Tyrkjaráninu og útlagann Arnes Pálsson. Skáldaleið Laxness er falleg og ekki spillir að hún endar við Helgufoss. Vífilsstaðavatn og Búrfellsgjá geyma líka skemmtilegan fróðleik um liðna atburði. Um allt land eru svona fjölbreytt tækifæri sem bíða eftir áhugasömum börnum sem vilja leiða foreldra sína, ömmur og afa eða aðra um gönguleiðir og segja frá því sem ber fyrir augu.    

mbl.is