Hitað upp fyrir Óskarinn

Óskarsverðlaunin 2019 | 22. febrúar 2019

Hitað upp fyrir Óskarinn

Verðlaunahátíðatímabilið er nú senn á enda en því lýkur á sunnudagskvöldið með afhendingu Óskarsverðlaunanna. 

Hitað upp fyrir Óskarinn

Óskarsverðlaunin 2019 | 22. febrúar 2019

Óskarinn er um helgina.
Óskarinn er um helgina. AFP

Verðlauna­hátíðatíma­bilið er nú senn á enda en því lýk­ur á sunnu­dags­kvöldið með af­hend­ingu Óskar­sverðlaun­anna. 

Verðlauna­hátíðatíma­bilið er nú senn á enda en því lýk­ur á sunnu­dags­kvöldið með af­hend­ingu Óskar­sverðlaun­anna. 

Mik­il spenna er að venju fyr­ir verðlauna­hátíðinni en sýnt verður frá henni í beinni á Rúv. Hátíðin í ár sker sig að nokkru leiti úr þetta árið en eng­inn kynn­ir verður á hátíðinni. Þetta er í annað skipti í sögu Óskar­sverðlaun­anna sem það er eng­inn kynn­ir, en það gerðist fyrst árið 1989. 

Til stóð að leik­ar­inn Kevin Hart myndi kynna verðlaun­in en vegna hómó­fób­ískra um­mæla á sam­fé­lags­miðlum steig hann til hliðar. 

Kevin Hart mun ekki vera kynnir hátíðarinnar í ár.
Kevin Hart mun ekki vera kynn­ir hátíðar­inn­ar í ár. AFP

Þar sem að all­ar helstu verðlauna­hátíðirn­ar í þess­um bransa eru yf­ir­staðnar er kom­inn ákveðinn vís­ir að því hvaða kvik­mynd­ir og leik­ar­ar munu hreppa verðlaun­in. Það er þó aldrei að vita hvað hátíðin ber í skaupi sér. Kvik­mynd­irn­ar The Favou­rite og Roma hlutu tíu til­nefn­ing­ar þetta árið, en Roma vann ný­lega til BAFTA-verðlauna. 

Í hlaðvarpsþætt­in­um Hver er þessi Óskar? er farið yfir all­ar til­nefn­ing­ar fyr­ir hátíðina og ræða þátta­stjórn­end­ur hvaða kvik­mynd­ir og leik­ar­ar eru lík­leg­ust til að vinna. Hér má einnig finna all­ar til­nefn­ing­ar til verðlaun­anna.

Alfonso Cuaron sem leikstýrði kvikmyndinni Roma sem hlaut 10 tilnefningar.
Al­fon­so Cu­aron sem leik­stýrði kvik­mynd­inni Roma sem hlaut 10 til­nefn­ing­ar. AFP
mbl.is