Besti leikarinn datt af sviðinu

Óskarsverðlaunin 2019 | 25. febrúar 2019

Besti leikarinn datt af sviðinu

Rami Malek fór heim með Óskarinn í nótt fyrir túlkun sína á Freddie Mercury. Kvöldið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig en Malek datt af sviðinu eftir að hann tók við styttunni góðu. 

Besti leikarinn datt af sviðinu

Óskarsverðlaunin 2019 | 25. febrúar 2019

Rami Malek datt af sviðinu með Óskarinn.
Rami Malek datt af sviðinu með Óskarinn. mbl.is/AFP

Rami Malek fór heim með Óskarinn í nótt fyrir túlkun sína á Freddie Mercury. Kvöldið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig en Malek datt af sviðinu eftir að hann tók við styttunni góðu. 

Rami Malek fór heim með Óskarinn í nótt fyrir túlkun sína á Freddie Mercury. Kvöldið gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig en Malek datt af sviðinu eftir að hann tók við styttunni góðu. 

People greinir frá því að Malek hafi dottið niður í áhorfendasalinn en reynt að halda styttunni á lofti. Sjálfur virtist hann frekar hissa á fallinu. Sjúkraflutningafólk kom og sinnti leikaranum sem var fluttur í stól í fremstu röð og síðar baksviðs.

Ekki voru neinir sýnilegir áverkar á leikaranum en hann mætti þó of seint í myndatöku með öðrum leikurum eftir verðlaunaafhendinguna. Olivia Colman, Mahershala Ali og Regina King létu mynda sig saman áður en Malek kom loksins eftir fallið. 

Rami Malek fékk aðhlynningu frá sjúkraflutningafólki.
Rami Malek fékk aðhlynningu frá sjúkraflutningafólki. mbl.is/AFP
Olivia Colman, Mahershala Ali og Regina King létu mynda sig …
Olivia Colman, Mahershala Ali og Regina King létu mynda sig áður en Rami Malek kom. mbl.is/AFP
mbl.is