Eftirminnilegasta atriði Óskarsverðlaunahátíðarinnar að þessu sinni hafði að margra mati ekkert með gullstyttur eða þakkarræður að gera, en hefðinni samkvæmt voru öll þau lög sem tilnefnd voru í flokki frumsaminna laga flutt meðan á verðlaunaafhendingunni stóð.
Eftirminnilegasta atriði Óskarsverðlaunahátíðarinnar að þessu sinni hafði að margra mati ekkert með gullstyttur eða þakkarræður að gera, en hefðinni samkvæmt voru öll þau lög sem tilnefnd voru í flokki frumsaminna laga flutt meðan á verðlaunaafhendingunni stóð.
Eftirminnilegasta atriði Óskarsverðlaunahátíðarinnar að þessu sinni hafði að margra mati ekkert með gullstyttur eða þakkarræður að gera, en hefðinni samkvæmt voru öll þau lög sem tilnefnd voru í flokki frumsaminna laga flutt meðan á verðlaunaafhendingunni stóð.
Eitt þeirra var lagið Shallow með þeim Lady Gaga og Bradley Copper úr myndinni A Star Is Born, en frábær flutningur þeirra á laginu þótti afar tilfinningaþrunginn. Ef lukkan leyfir má hlýða á sönginn hér að neðan.
Þótti mörgum nóg um og hugsuðu einhverjir til barnsmóður og unnustu Cooper, sem sat á milli þeirra í fremstu röð í salnum.
Ekki löngu eftir flutninginn fékk Lady Gaga sín fyrstu Óskarsverðlaun þar sem lagið fór með sigur af hólmi í áðurnefndum flokki.