Leikkonan Charlize Theron var að margra mati ein best klædda konan á Óskarnum á sunnudaginn. Því má að einhverju leyti þakka hári hennar en leikkonan lét lita á sér hárið sérstaklega fyrir kjólinn.
Leikkonan Charlize Theron var að margra mati ein best klædda konan á Óskarnum á sunnudaginn. Því má að einhverju leyti þakka hári hennar en leikkonan lét lita á sér hárið sérstaklega fyrir kjólinn.
Leikkonan Charlize Theron var að margra mati ein best klædda konan á Óskarnum á sunnudaginn. Því má að einhverju leyti þakka hári hennar en leikkonan lét lita á sér hárið sérstaklega fyrir kjólinn.
Theron er þekkt fyrir ljósa lokka og því brá einhverjum þegar hún mætti með dökkt hár á rauða dreglinum. Hárgreiðslumaður Theron, Adir Abergel, sagði í viðtali við Us Weekly að hann hefði ákveðið að lita hárið á leikkonunni þegar hann sá litinn á Dior-kjólnum sem leikkonan klæddist. Hann vildi að hárliturinn myndi skapa mótvægi við augnlitinn til að skerpa á öllu.
„Hár er framlenging á tísku,“ sagði Abbergel. „Það getur verið langflottasti fylgihluturinn.“
Theron var með ljóst hár í síðasta mánuði eins og sést á myndinni hér að ofan. Það var því ekki auðvelt að ná fram rétta litnum en það tók nokkra daga að lita hárið. Hárgreiðslumaðurinn stytti líka hár leikkonunnar enn meira svo hálsmál kjólsins fengi að njóta sín.
Hár leikkonunnar var tilbúið nokkrum dögum fyrir Óskarinn svo hún væri búin að venjast nýja útlitinu áður en hún mætti á rauða dregilinn.