Leikkonan Krysten Ritter á von á sínu fyrsta barni. Hún mætti óvænt ólétt á Óskarsverðlaunin í Los Angeles á sunnudaginn ásamt kærasta sínum, tónlistarmanninum Adam Granduciel.
Leikkonan Krysten Ritter á von á sínu fyrsta barni. Hún mætti óvænt ólétt á Óskarsverðlaunin í Los Angeles á sunnudaginn ásamt kærasta sínum, tónlistarmanninum Adam Granduciel.
Leikkonan Krysten Ritter á von á sínu fyrsta barni. Hún mætti óvænt ólétt á Óskarsverðlaunin í Los Angeles á sunnudaginn ásamt kærasta sínum, tónlistarmanninum Adam Granduciel.
Ritter sem er þekkt fyrir túlkun sína á Jessicu Jones hafði ekki greint frá óléttunni áður en hún mætti á rauða dregilinn. Hún virtist þó hafa staðfest óléttuna á Instagram seinna um kvöldið þegar hún birti myndir af sér í þröngum kjólnum á rauða dreglinum.
Leikkonan er 37 ára en á dögunum tilkynnti Netflix að hætt hefði verið við áframhaldandi framleiðslu á þáttunum um Jessicu Jones. Þriðja þáttaröðin sem er væntanleg verður síðasta þáttaröðin en greinilegt að Ritter mun ekki skorta verkefni á næstunni.