„Vorum ekki lengi að sannfærast.“

Nepal | 8. mars 2019

„Vorum ekki lengi að sannfærast.“

Bræður hennar þrír búa alfarið í Nepal og annast að mestu rekstur hótelsins Tiger Tops. Að sögn Kristínar Ástu Kristinsdóttur, einnar af vinkonunum, er hugmyndin af ferðalaginu komin frá eiginmanni einnar úr hópnum. ,,Svo ég noti hans orðalag þá sagði hann að það væri galið að við færum ekki vinkonurnar saman til Nepal þar sem Anna Tara þekkti landið eins og lófann á sér. Við vorum ekki lengi að sannfærast enda frábær hugmynd. Svo þegar við vorum búnar að skipuleggja ferðina, með tilliti til hvað okkur langaði að sjá og gera, langaði okkur að stækka ferðina ef svo má að orði komast. Hvað gætum við lagt af mörkum þar sem við værum að fara heimsækja eitt fátækasta land í Asíu.” Vinkonurnar ræddu við Önnu Töru um hvar neyðina væri helst að finna í hennar nærumhverfi og komust að því að rekstur á grunnskóla sem Fjóla Ósk Bender, móðir Önnu Töru, ásamt fleira góðu fólki setti á laggirnar fyrir fátækustu börnin í héraðinu stæðu henni og bræðrum hennar næst. ,,Foreldrar Önnu Töru eru bæði látin en þau ráku hótelið Tiger Tops sem er við Chitwan-þjóðgarðinn. Skólinn var stofnaður 1996 og hefur verið starfræktur óslitið síðan en hann er alfarið rekinn á styrkjum, það var því aldrei nein spurning um að þetta væri verkefnið okkar,” segir Kristín Ásta og bætir við að núverandi nemendur séu sextíu börn á aldrinum 5-8 ára. Börnunum sé séð fyrir skólafötum, skólagögnum, mat og læknisþjónustu. 

„Vorum ekki lengi að sannfærast.“

Nepal | 8. mars 2019

Kristín Ásta, ein vinkvennanna sem standa fyrir verkefninu.
Kristín Ásta, ein vinkvennanna sem standa fyrir verkefninu. Ljósmynd/Aðsend

Bræður hennar þrír búa alfarið í Nepal og annast að mestu rekstur hótelsins Tiger Tops. Að sögn Kristínar Ástu Kristinsdóttur, einnar af vinkonunum, er hugmyndin af ferðalaginu komin frá eiginmanni einnar úr hópnum. ,,Svo ég noti hans orðalag þá sagði hann að það væri galið að við færum ekki vinkonurnar saman til Nepal þar sem Anna Tara þekkti landið eins og lófann á sér. Við vorum ekki lengi að sannfærast enda frábær hugmynd. Svo þegar við vorum búnar að skipuleggja ferðina, með tilliti til hvað okkur langaði að sjá og gera, langaði okkur að stækka ferðina ef svo má að orði komast. Hvað gætum við lagt af mörkum þar sem við værum að fara heimsækja eitt fátækasta land í Asíu.” Vinkonurnar ræddu við Önnu Töru um hvar neyðina væri helst að finna í hennar nærumhverfi og komust að því að rekstur á grunnskóla sem Fjóla Ósk Bender, móðir Önnu Töru, ásamt fleira góðu fólki setti á laggirnar fyrir fátækustu börnin í héraðinu stæðu henni og bræðrum hennar næst. ,,Foreldrar Önnu Töru eru bæði látin en þau ráku hótelið Tiger Tops sem er við Chitwan-þjóðgarðinn. Skólinn var stofnaður 1996 og hefur verið starfræktur óslitið síðan en hann er alfarið rekinn á styrkjum, það var því aldrei nein spurning um að þetta væri verkefnið okkar,” segir Kristín Ásta og bætir við að núverandi nemendur séu sextíu börn á aldrinum 5-8 ára. Börnunum sé séð fyrir skólafötum, skólagögnum, mat og læknisþjónustu. 

Bræður hennar þrír búa alfarið í Nepal og annast að mestu rekstur hótelsins Tiger Tops. Að sögn Kristínar Ástu Kristinsdóttur, einnar af vinkonunum, er hugmyndin af ferðalaginu komin frá eiginmanni einnar úr hópnum. ,,Svo ég noti hans orðalag þá sagði hann að það væri galið að við færum ekki vinkonurnar saman til Nepal þar sem Anna Tara þekkti landið eins og lófann á sér. Við vorum ekki lengi að sannfærast enda frábær hugmynd. Svo þegar við vorum búnar að skipuleggja ferðina, með tilliti til hvað okkur langaði að sjá og gera, langaði okkur að stækka ferðina ef svo má að orði komast. Hvað gætum við lagt af mörkum þar sem við værum að fara heimsækja eitt fátækasta land í Asíu.” Vinkonurnar ræddu við Önnu Töru um hvar neyðina væri helst að finna í hennar nærumhverfi og komust að því að rekstur á grunnskóla sem Fjóla Ósk Bender, móðir Önnu Töru, ásamt fleira góðu fólki setti á laggirnar fyrir fátækustu börnin í héraðinu stæðu henni og bræðrum hennar næst. ,,Foreldrar Önnu Töru eru bæði látin en þau ráku hótelið Tiger Tops sem er við Chitwan-þjóðgarðinn. Skólinn var stofnaður 1996 og hefur verið starfræktur óslitið síðan en hann er alfarið rekinn á styrkjum, það var því aldrei nein spurning um að þetta væri verkefnið okkar,” segir Kristín Ásta og bætir við að núverandi nemendur séu sextíu börn á aldrinum 5-8 ára. Börnunum sé séð fyrir skólafötum, skólagögnum, mat og læknisþjónustu. 

Börnin í skólanum eru á aldrinum 5- 8 ára.
Börnin í skólanum eru á aldrinum 5- 8 ára. Ljósmynd/Aðsend

Í skólanum er einnig bókasafn sem er öllum opið um helgar þegar ekki er skólastarf, grænmeti er ræktað í garðinum sem börnin borða og foreldrar skólabarnanna leggja fram nokkurra klukkustunda vinnu í mánuði við ræktunina og greiða þannig fyrir skólagjöld. ,,Skólinn heldur einnig úti sérsjóði sem styður útskrifuð börn til frekara náms annars staðar, tæplega 200 börn hafa nú þegar útskrifast og fengið fjárhagsaðstoð frá skólanum.”

Viðbrögðin ekki látið á sér standa

,,Með hugsunina, að margt smátt geri eitt stórt, að leiðarljósi skelltum við í Facebook færslu og vonaðist ég til að okkar nánasta fólk myndi leggja inn smáræði. Svo hafa miklu fleiri en nánustu aðstandendur okkar lagt sitt af mörkum og það finnst mér svo fallegt. „Þörfin er víða og ég er virkilega þakklát þeim sem hafa stutt þetta verkefni, það er ekki sjálfsagt,” segir Kristín Ásta. Ýmis fyrirtæki hafa einnig lagt sitt af mörkum og má búast við að vinkonurnar fari klifjaðar út af ýmiskonar vörum sem koma að góðum notum í skólanum. ,,Við fengum styrk á skólavörum frá A4 og sundpoka frá Tulipop sem við gefum börnunum með skóladótinu í. Svo ákváðum við að safna í sjóð sem er meðal annars fyrir launum kennarana en meðalkennaralaun í Nepal eru um 12.000 íslenskar krónur á mánuði.” Þeir sem hafa áhuga á að styrkja þetta göfuga starf fjárhagslega geta lagt inn á banka  0101-15-383818, kennitala: 230375-4029. 
Einnig verður hægt að fylgjast með verkefninu á Instagramsíðu hópsins Nepaltigertopsschool_funding.
Skólinn sér börnunum fyrir skólafötum, skóladóti, mat og lækniskostnaði.
Skólinn sér börnunum fyrir skólafötum, skóladóti, mat og lækniskostnaði. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is