„Rússneskur Pútínblær“ hjá Glitni

Lögbann á Glitnisskjöl | 15. mars 2019

„Rússneskur Pútínblær á þessari ritskoðun“

Krafa Glitnis holdco í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media er ekki lengur lögbann heldur aðeins strípuð krafa um fyrirfram bann við umfjöllun upp úr ákveðnu efni. „Það kallast bara ritskoðun.“ Þetta sagði Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar og Reykjavík Media, í málflutningi sínum í Hæstarétti í dag. Vísaði hún til breytinga í dómkröfum Glitnis og sagði þær nú aðeins vera fyrirfram bann en ekki lögbann. 

„Rússneskur Pútínblær á þessari ritskoðun“

Lögbann á Glitnisskjöl | 15. mars 2019

Lögbannsmál Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media var tekið fyrir …
Lögbannsmál Glitnis gegn Stundinni og Reykjavík Media var tekið fyrir í Hæstarétti í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Krafa Glitnis holdco í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media er ekki lengur lögbann heldur aðeins strípuð krafa um fyrirfram bann við umfjöllun upp úr ákveðnu efni. „Það kallast bara ritskoðun.“ Þetta sagði Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar og Reykjavík Media, í málflutningi sínum í Hæstarétti í dag. Vísaði hún til breytinga í dómkröfum Glitnis og sagði þær nú aðeins vera fyrirfram bann en ekki lögbann. 

Krafa Glitnis holdco í lögbannsmálinu gegn Stundinni og Reykjavík Media er ekki lengur lögbann heldur aðeins strípuð krafa um fyrirfram bann við umfjöllun upp úr ákveðnu efni. „Það kallast bara ritskoðun.“ Þetta sagði Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar og Reykjavík Media, í málflutningi sínum í Hæstarétti í dag. Vísaði hún til breytinga í dómkröfum Glitnis og sagði þær nú aðeins vera fyrirfram bann en ekki lögbann. 

Sigríður sagði mikið púður hafa verið sett af hálfu lögmanns Glitnis í að finna einstaka ónákvæmni eða brot á friðhelgi í fjölmiðlaumfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnin var upp úr Glitnisskjölunum. Hins vegar hafi það ekki tekist og umfjöllunin um þá sem lögmaður Glitnis kallar almenning er um stóra leikendur á fjármálamarkaði bæði í aðdraganda og eftirmála hrunsins 2008.

Málið er nú tekið fyrir í Hæstarétti eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti lögbann fyrir einu ári og fimm mánuðum á frekari umfjöllun blaðsins upp úr gögnunum.

„Það heitir ritskoðun“

Í málflutningi sínum sagði Sigríður að ef fallast ætti á dómkröfur Glitnis þá þyrfti í allri umfjöllun að felast brot á friðhelgi þess sem fjallað er um. Slíkt eigi þó ekki við og hafi umfjöllunin meðal annars verið til að varpa ljósi á viðskipti þeirra sem voru í framboði í alþingiskosningum árið 2017 þegar umfjöllun Stundarinnar hófst.

Sagði hún að miðað við kröfugerðina væri ætlast til þess að að í allri framtíð þyrfti Stundin að hringja í Glitni til að athuga hvort þeir gerðu athugasemdir við birtingu á fréttum sem styddust við gögnin. „Hvað heitir það þegar fjölmiðlar þurfa að hringja í einhvern út í bæ og spyrja hvort þeir megi birta efni,“ spurði Sigríður í ræðu sinni og svaraði sjálf beint í kjölfarið: „Það heitir ritskoðun.“

Megi ekki notar neinar hjáleiðir

Í málflutningi Glitnis var mikil áhersla lögð á afstöðu blaðamanna Stundarinnar að vilja ekki svara spurningum við vitnaleiðslu þar sem þeir vísuðu ítrekað til heimildarvarnar í fjölmiðlalögum. Sagði Sigríður að það væri alveg augljóst að spurningar um gögn gætu vísað á heimildarmenn. Benti hún á að með nútíma skjalastjórnunarkerfum væri hægt að fletta upp hvaða starfsmenn hefðu flett upp ákveðnum gögnum þegar vitað væri nákvæmlega um hvaða gögn væri að ræða. „Þá er hægt að finna viðkomandi,“ sagði Sigríður og benti á að vernd heimildarmanna væri einmitt sérstaklega ætluð til að verja þá þegar þeir hefðu brotið lög eins og þagnaskyldu þegar um væri að ræða gögn sem hefðu gildi fyrir almenning.

Sagði Sigríður að það væri ekki aðeins í þeim tilfellum þar sem spurningar til vitna myndu beint leiða til þess að upp kæmist um nafn heimildarmanns sem verndin ætti við. Vísaði hún í dóma Mannréttindadómstólsins og sagði að þar kæmi skýrt fram að það væri nóg að hætta væri til staðar að nafn heimildarmannsins kæmi fram. Þannig mætti ekki nota neinar hjáleiðir til að reyna að finna út nafn uppljóstrarans.

Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ásamt lögmanni Stundarinnar …
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ásamt lögmanni Stundarinnar við dómsuppkvaðningu í héraðsdómi í febrúar 2018. mbl.is/​Hari

Ábyrg ritstjórn „en ekki gagnadump“

Sagði hún dómkröfu Glitnis einnig of víðtæka. Vísaði hún þar til þess að um væri að ræða öll gögn innan úr Glitni sem Stundin hefði undir höndum. Hingað til hefði Hæstaréttur hafnað víðtækum beiðnum varðandi lögbann á þeim nótum að tilgreina þyrfti umrædd skjöl. Þá sagði hún Glitni einnig fara fram á að Stundin kæmi í veg fyrir að aðrir miðlar myndu fjalla um gögnin, en Kjarninn og Rúv voru með umfjallanir upp úr gögnunum.

Eins og fyrr segir var Sigríður ósammála verjanda Glitnis um fjölmiðlalegt gildi umfjöllunar sem ekki tengdist stjórnmálamönnum beint. Sagði hún fólkið sem Stundin hefði fjallað um hefði allt verið áberandi í íslensku viðskiptalífi og að öll umfjöllun Stundarinnar hafi átt lögmætt erindi við almenning. Sagði hún það í raun furðulegt að þrotabú gamals banka væri að standa í þessum málaferlum, heldur væri nærtækara að þeir sem fjallað væri um færu í mál út af röngum fréttaflutningi eða broti á friðhelgi. Hins vegar hefði enginn gert það og í einhverjum tilfellum hefði fólk jafnvel lýst sig andsnúið lögbannskröfu Glitnis. Sagði Sigríður Stundina stunda ábyrga ritstjórn „en ekki gagnadump“ og vísaði þar til þess hvernig Wikileaks hafa birt leynileg gögn.

Einfaldlega nauðsynlegt að taka svona fast til orða

Áhrif á fjölmiðlaumfjöllun í tengslum við frjálsar kosningar voru einnig umfangsmikil í málflutningi Sigríðar. Sagði hún að í hinum vestræna heimi hefðu menn vaknað við óeðlileg áhrif á kosningar með falsfréttum og jafnvel með atbeina annarra ríkja. Sagði hún því sérstaklega athugavert í þessu máli að hér væri félag í kringum erlenda aðila sem hefði haft áhrif á umfjöllun í kringum kosningar.  

„Það er yfir strikið að eignarhaldsfélög kröfuhafa séu að stefna fjölmiðlum fyrir friðhelgisbrot fólks út í bæ sem hefur ekki sjálft haft uppi kröfur,“ sagði Sigríður og bætti við: „Það er rússneskur Pútínblær á þessari ritskoðun.“ Stoppaði hún örlítið í kjölfarið og sagði svo við dómarana að það væri einfaldlega nauðsynlegt að taka svona fast til orða.

Gögnin sem um ræðir komu innan úr Glitni, en bankinn …
Gögnin sem um ræðir komu innan úr Glitni, en bankinn var þjóðnýttur á haustmánuðum 2008. mbl.is/Árni Sæberg

Spurning hvort takist að banna umfjöllun fyrirfram

Sagði Sigríður málið ekki snúast um mögulega birtingu á upplýsingum um þúsundir einstaklinga sem lögmaður Glitnis hefði talað um. Ekki heldur um birtingu gagna um fólk sem væri opinbert, „heldur hvort áfrýjandi [Glitnir] komist upp með að banna umfjöllun fyrirfram.“ Sagði hún að ef það gangi upp ættu allir bankar að geta bannað alla umfjöllun fyrirfram.

Ekki væri þó aðeins um að ræða banka eða fjármálastofnanir að sögn Sigríðar. Endaði hún málflutning sinn á að benda til þess að með því að heimila svona víðtækt inngrip væri hægt að stöðva umfjöllun sem byggði á gögnum eða upplýsingum sem hefðu fengist þrátt fyrir þagnarákvæði. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir umfjöllun um mengunarvarnarmál, umfjöllun um rannsóknir flugslysa eins og með Boeing vélarnar undanfarið, sjóslys, eftirlitsmál með eldislaxi eða jafnvel Brúneggjamálið á sínum tíma.

Málflutningi lauk á tólfta tímanum, en dómur í málinu verður kveðinn upp á komandi vikum.

mbl.is