Ánægður að „háttprúður“ Bottas vann

Formúla-1/Ferrari | 20. mars 2019

Ánægður að „háttprúður“ Bottas vann

Sebastian Vettel hjá Ferrari sagðist ánægður með að „háttprúði“ ökumaðurinn Valtteri Bottas á Mercedes skyldi vinna Ástralíukappaksturinn í Melbourne.

Ánægður að „háttprúður“ Bottas vann

Formúla-1/Ferrari | 20. mars 2019

Sebastian Vettel (t.v.) með stuðningsmanni í Melbourne.
Sebastian Vettel (t.v.) með stuðningsmanni í Melbourne. AFP

Sebastian Vettel hjá Ferrari sagðist ánægður með að „háttprúði“ ökumaðurinn Valtteri Bottas á Mercedes skyldi vinna Ástralíukappaksturinn í Melbourne.

Sebastian Vettel hjá Ferrari sagðist ánægður með að „háttprúði“ ökumaðurinn Valtteri Bottas á Mercedes skyldi vinna Ástralíukappaksturinn í Melbourne.

Bottast drottnaði í keppninni og kom rúmlega 21 sekúndu á undan liðsfélaga sínum Lewis Hamilton í mark. Vettel átti í vandræðum með Ferrarifákinn kappaksturinn út í gegn og lauk keppni í fjórða sæti.

„Mér geðjast hann, ég er ánægður fyrir hans hönd,“ sagði Vettel eftir kappaksturinn. „Hann er mjög háttprúður náungi og ég held að hann sé ekkert breyttur, hann hefur alltaf verið hraðskreiður ökumaður,“ bætti Vettel við.

„Vitaskuld var hann langt á undan, langt á undan okkur, sem eru ekki góðar fréttir fyrir okkur. En hann er indæll drengur og ég er mjög ánægður fyrir hans hönd í dag,“ sagði Vettel.

mbl.is