Charles Leclerc var hrósað af yfirboðurum sínum eftir kappaksturinn í Melbourne og sagður „liðsmaður“ góður.
Charles Leclerc var hrósað af yfirboðurum sínum eftir kappaksturinn í Melbourne og sagður „liðsmaður“ góður.
Charles Leclerc var hrósað af yfirboðurum sínum eftir kappaksturinn í Melbourne og sagður „liðsmaður“ góður.
Leclerc kom í mark í fimmta sæti, hinu sama og hann náði í tímatökunni. Hann féll niður á við í byrjun en vann sig síðan fram á við er á kappaksturinn leið. Svo mikið að hann sótti hratt á liðsfélaga sinn Sebastian Vettel og dró hann uppi.
Stjórnborð Ferrari mælti fyrir um að Leclerc skyldi halda sig aftan við Vettel og reyna ekki framúrakstur því liðið vildi kom,a báðum bílum alla leið í mark. Af þeirri ástæðu ákvað liðið að sleppa dekkjastoppi sem hefði gefið honum möguleika á að reyna við hraðasta hring kappakstursins og þar með aukastig.
„Ég er mjög ánægður með framkomu hans sem liðsmanns,“ sagði liðsstjórinn Mattia Binotto.
„Ekki bara sem ökumanns, heldur er hann mjög hjálplegur liðinu.“