Vélarframför frá í fyrra

Formúla-1/Red Bull | 20. mars 2019

Vélarframför frá í fyrra

Max Verstappen hjá Red Bull er á því að liðið sé í sterkari stöðu en í fyrra með nýrri vél frá Honda. Undanfarin ár hefur liðið brúkað vélar frá Renault en það samstarf fjaraði út í fyrra.

Vélarframför frá í fyrra

Formúla-1/Red Bull | 20. mars 2019

Max Verstappen á blaðamannafundi eftir kappaksturinn í Melbourne.
Max Verstappen á blaðamannafundi eftir kappaksturinn í Melbourne. AFP

Max Verstappen hjá Red Bull er á því að liðið sé í sterkari stöðu en í fyrra með nýrri vél frá Honda. Undanfarin ár hefur liðið brúkað vélar frá Renault en það samstarf fjaraði út í fyrra.

Max Verstappen hjá Red Bull er á því að liðið sé í sterkari stöðu en í fyrra með nýrri vél frá Honda. Undanfarin ár hefur liðið brúkað vélar frá Renault en það samstarf fjaraði út í fyrra.

Verstappen kláraði kappaksturinn um helgina í þriðja sæti og er það fyrsta pallsæti Honda frá því japanski bílsmiðurinn mætti aftur til leiks í formúlu-1 árið 2015.

„Hraðinn í kappakstrinum var betri en í fyrra,“ sagði Verstappen. „Og  ég er mjög ánægður með topphraðann í samanburði við hraða hinna tveggja toppliðanna. Almennt séð starfaði vélin mjög vel og vandræðalaust, sem er mjög mikilvægt. Tíminn mun leiða í ljós hvort við getum keppt um sigur í mótum.“

Pallsæti Verstappen í Melbourne var sjötta heimsókn hans á verðlaunapall í röð, eða allt frá í japanska  kappakstrinum í fyrra.

Sebastian Vettel (t.v.) í rimmu við Max Verstappen í Melbourne.
Sebastian Vettel (t.v.) í rimmu við Max Verstappen í Melbourne. AFP
Max Verstappen fagnar þriðja sætinu í Melbourne.
Max Verstappen fagnar þriðja sætinu í Melbourne. AFP
mbl.is