Mögnuð upplifun

Utanvegahlaup | 25. mars 2019

Mögnuð upplifun

Að sögn aðstandenda er hlaupið mögnuð upplifun þar sem eyjan skartar sínu fegursta á þessum tíma. Boðið er upp á 5, 10 og 20 km vegalengdir sem hægt er að hlaupa einn síns liðs eða í teymi sem skiptir vegalengdinni á milli sín.

Mögnuð upplifun

Utanvegahlaup | 25. mars 2019

Fjölmargir tóku þátt í fyrra í frábæru veðri.
Fjölmargir tóku þátt í fyrra í frábæru veðri. Ljósmynd/Puffin Run

Að sögn aðstandenda er hlaupið mögnuð upplifun þar sem eyjan skartar sínu fegursta á þessum tíma. Boðið er upp á 5, 10 og 20 km vegalengdir sem hægt er að hlaupa einn síns liðs eða í teymi sem skiptir vegalengdinni á milli sín.

Að sögn aðstandenda er hlaupið mögnuð upplifun þar sem eyjan skartar sínu fegursta á þessum tíma. Boðið er upp á 5, 10 og 20 km vegalengdir sem hægt er að hlaupa einn síns liðs eða í teymi sem skiptir vegalengdinni á milli sín.

Hlaupið er að mestu við sjávarsíðuna og þannig útsýnisins yfir Atlantshafið notið til fulls. Á þessum tíma er eyjan smekkfull af lundum og því hægt að njóta þess að fylgjast með fuglunum á leiðinni.

Þátttakendur geta valið um að hlaupa 5,10 eða 20 kílómetra.
Þátttakendur geta valið um að hlaupa 5,10 eða 20 kílómetra. Ljósmynd/Puffin Run

Sem fyrr segir er hlaupið fyrir alla þar sem hægt er að velja mismunandi vegalengdir. Vaka Njálsdóttir, sigurvegari kvenna í fyrra, líkti hlaupinu við það að vera stödd í miðju ævintýri og því hlaup sem ævintýraglaðir ættu ekki að láta fram hjá sér fara.

mbl.is