Ferraristjórinn Mattia Binotto segist vænta betri árangurs í kappakstrinum í Barein um komandi helgi og kveður liðið vilja bæta fyrir erfiða helgi í fyrsta mótinu, í Melbourne í Ástralíu.
Ferraristjórinn Mattia Binotto segist vænta betri árangurs í kappakstrinum í Barein um komandi helgi og kveður liðið vilja bæta fyrir erfiða helgi í fyrsta mótinu, í Melbourne í Ástralíu.
Ferraristjórinn Mattia Binotto segist vænta betri árangurs í kappakstrinum í Barein um komandi helgi og kveður liðið vilja bæta fyrir erfiða helgi í fyrsta mótinu, í Melbourne í Ástralíu.
Hvorugur ökumaður Ferrari komst á verðlaunapall í Melbourne og voru 0,7 sekúndum lengur með hringinn en bílar Mercedes í tímatökunni þar.
Niðurstaðan kom mörgum á óvart þar sem Ferrari virtist öflugasta liðið við lok tveggja vikna vetraræfinga í Barcelona í febrúar og byrjun mars. Binotto kveðst sannfærður um að lið hans rísi úr öskustónni þegar um helgina, í Barein. Brautina þar segir hann búa yfir allt öðrum eiginleikum en í Melbourne. Þar skipti góð rásfesta og skilvirkar og öflugar bremsur öllu máli.
„Við væntum þess að leiðréttingar sem við höfum gert í bílnum í framhaldi af fyrsta mótinu skili sér í betri árangri í Barein,“ segir Binotto en minnir á að hann búist einnig við því að keppinautarnir verði afar öflugir líka.
Undir þetta tekur Sebastian Vettel ökumaður Ferrari. „Ég held vi ðöfum öll tæki og tól, allt sem við þurfum og bíllinn er góður, það vitum við.“