Færður aftur um þrjú sæti

Formúla-1/Haas F1 | 30. mars 2019

Færður aftur um þrjú sæti

Romain Grosjean á Haas hefur verið færður aftur um þrjú sæti á rásmarki morgundagsins í Barein fyrir að hindra keppinaut í tímatökunni.

Færður aftur um þrjú sæti

Formúla-1/Haas F1 | 30. mars 2019

Romain Grosjean í Barein í dag.
Romain Grosjean í Barein í dag. AFP

Romain Grosjean á Haas hefur verið færður aftur um þrjú sæti á rásmarki morgundagsins í Barein fyrir að hindra keppinaut í tímatökunni.

Romain Grosjean á Haas hefur verið færður aftur um þrjú sæti á rásmarki morgundagsins í Barein fyrir að hindra keppinaut í tímatökunni.

Grosjean var að undirbúa sig undir að hefja hraðan hring og fór löturhægt að síðustu beygju hringsins. Í sama mun nálgaðist Lando Norris á McLaren á botnferð en hann var að klára hraðan hring. 

Hraðamunurinn á ökumönnunum á þessu augnabliki var 136 km/klst og varð Norris að grípa til ráðstafana til að forða árekstri en við það fór tímahringur hans að nokkru leyti forgörðum.

Grosjean kvaðst hafa hægt ferðina þar eða SebastianVettel á Ferrari hefði tekið fram úr honum og því hafi hann þurft að byggja upp bil í Vettel til að verða ekki truflaður í tímatilraun sinni. Sagði hann stjórnborð liðsins ekki hafa varið sig við Norris að nálgaðist hratt.

Vegna refsingarinnar færist Grosjean úr áttunda sæti í það ellefta. Upp í áttunda sæti flyst Kimi Räikkönen á Alfa Romeo, í það níunda Norris og í það tíunda Daniel Ricciardo á Renault.

mbl.is