5 uppeldisráð Heiðu Óla

5 uppeldisráð | 2. apríl 2019

5 uppeldisráð Heiðu Óla

Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir einkaþjálfari eða Heiða Óla eins og hún er kölluð býr í Garðabæ með kærasta sínum Erlendi Kára Kristjánssyni og syni þeirra Ólafi Elí sem verður tveggja ára í lok apríl. Fjölskyldunni fylgja líka nokkur dýr. Hundurinn Heimir tekur virkan þátt í fjölskyldulífinu og úti á Álftanesi þar sem fjölskyldan á jörð eru hænur, ali-endur og ali-gæsir. 

5 uppeldisráð Heiðu Óla

5 uppeldisráð | 2. apríl 2019

Ólafur Elí, Heiða og hundurinn Heimir.
Ólafur Elí, Heiða og hundurinn Heimir.

Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir einkaþjálfari eða Heiða Óla eins og hún er kölluð býr í Garðabæ með kærasta sínum Erlendi Kára Kristjánssyni og syni þeirra Ólafi Elí sem verður tveggja ára í lok apríl. Fjölskyldunni fylgja líka nokkur dýr. Hundurinn Heimir tekur virkan þátt í fjölskyldulífinu og úti á Álftanesi þar sem fjölskyldan á jörð eru hænur, ali-endur og ali-gæsir. 

Aðalheiður Ýr Ólafsdóttir einkaþjálfari eða Heiða Óla eins og hún er kölluð býr í Garðabæ með kærasta sínum Erlendi Kára Kristjánssyni og syni þeirra Ólafi Elí sem verður tveggja ára í lok apríl. Fjölskyldunni fylgja líka nokkur dýr. Hundurinn Heimir tekur virkan þátt í fjölskyldulífinu og úti á Álftanesi þar sem fjölskyldan á jörð eru hænur, ali-endur og ali-gæsir. 

„Ég naut þess að fá að vera heima með honum þar til hann byrjaði í leikskóla 16 mánaða,“ segir Heiða um son sinn en hún segir tímann með honum afar dýrmætan. Sem einkaþjálfari hefur Heiða vanið sig á heilbrigðan lífsstíl sem sonur hennar fær að njóta góðs af í uppeldinu. Auk þess að vera með fjarþjálfun kennir hún venjulega tíma og sérstök mömmunámskeið hjá Absolute Training í World Class þar sem hún leggur ekki síður áherslu á andlega þáttinn en þann líkamlega. 

Hér koma fimm atriði sem Heiða og Erlendur leggja áherslu á í uppeldinu: 

1. Að tala við hann eins og fullorðinn einstakling

„Börn skilja svo miklu meira en við höldum. Við höfum alltaf talað mikið og útskýrt fyrir honum frá upphafi hvað við erum að gera eins og til dæmis bara þegar ég er að skipta á honum, klæða eða fara í bílinn. Við segjum honum hvert við erum að fara og hvað við erum að fara að gera. Þau læra það á endanum og fara að skilja meira og meira þótt þau geti kannski ekki tjáð sig til baka. Það gerir þau öruggari að vita hvað er verið að fara gera eða hvert er verið að fara.

Við tölum mikið saman um daginn áður en við fórum að sofa og rifjum upp hvað við gerðum skemmtilegt og búum oft til smá sögu úr því. Lesum bækur fyrir hann, syngjum með honum gömlu góðu barnalögin sem amma, afi, mamma og pabbi kenndu okkur,“ segir Heiða. 

Það var sjóliðaþema í eins árs afmæli Ólafs Elí.
Það var sjóliðaþema í eins árs afmæli Ólafs Elí.

2. Hollt mataræði en samt engin boð og bönn

„Ég reyni að hafa hollan og fjölbreyttan kvöldmat og er mikið með fisk. Ólafur Elí er í leiksskóla þar sem hann fær einnig mjög hollan og fjölbreyttan mat og eftir leikskóla borðum við oftast ávexti og grænmeti. Ég elda nær alltaf kvöldmat en er samt alveg með svona hefðbundinn heimilismat og passa að hann fái inn holla fitu, nota mikið góðar olíur, hnetusmjör og svo tekur hann D-vítamin og lýsi í leikskólanum. Ég vil samt ekki hafa of strangt bann og leyfi til dæmis sætindi í hófi og við tilefni. Ég er á því að ef það er of mikið bannað þá verður það bara meira spennandi og gæti orðið meira vandamál seinna.“

3. Gefa sér tíma með börnum

„Ég reyni að klára allt áður en ég sæki Ólaf Elí í leikskólann svo ég geti einbeitt mér að því að sinna bara honum eftir leiksskóla. Við leikum saman úti eða inni eða slöppum bara af. Sýni honum hvernig ýmis verk eru unnin og leyfi honum að taka þátt og hjálpa til. Þessi tími með honum kemur ekki aftur.

Maður má aldrei gleyma barninu í sjálfum sér. Það er mikilvægt að leyfa sér að leika við sitt eigið barn.“

4. Slaka á saman. Það þarf ekki alltaf að vera dagskrá

„Það þarf ekki alltaf að vera dagskrá, stundum er líka gott að slaka bara á og slæpast. Ég finn það oft að minn maður er bara þreyttur eftir daginn og langar bara til slaka smá á eftir leikskóla og við kúrum okkur þá saman upp í sófa og slökum á saman og horfum oft á eitthvert skemmtilegt íslenskt barnaefni. Búum okkur til gæðastund.“

Hundurinn Heimir er stór hluti af fjölskyldunni.
Hundurinn Heimir er stór hluti af fjölskyldunni.

5. Svefn skiptir máli

„Börnum líður best ef þau fá nægan svefn og rútínan er í lagi. Ég finn rosalega mikinn mun á mínu barni ef svefninn hefur farið úr skorðum svo ég reyni að hafa góða rútínu á því klukkan hvað hann fer að sofa og tekur lúra. Þá líður honum best og ef hann er hamingjusamur þá er ég hamingjusöm.“

mbl.is