Plastið plokkað upp

wapp.is | 5. apríl 2019

Plastið plokkað upp

„Fyrri hluti göngunnar verður um mitt nesið en seinni hlutinn liggur meðfram sjávarsíðunni og þá munum við gera okkar besta í að finna plast, setja í poka og taka með okkur,“ segir Einar Skúlason, skipuleggjandi göngunnar. Hann segir gott að taka með rúmgóðan bakpoka svo það verði léttara að bera plastið, hver og einn komi svo plastinu í plastgáma. 

Plastið plokkað upp

wapp.is | 5. apríl 2019

Plast og annað rusl sem verður á veginum verður týnt …
Plast og annað rusl sem verður á veginum verður týnt upp í gönguferðinni. Ljósmynd/Wikimedia

„Fyrri hluti göngunnar verður um mitt nesið en seinni hlutinn liggur meðfram sjávarsíðunni og þá munum við gera okkar besta í að finna plast, setja í poka og taka með okkur,“ segir Einar Skúlason, skipuleggjandi göngunnar. Hann segir gott að taka með rúmgóðan bakpoka svo það verði léttara að bera plastið, hver og einn komi svo plastinu í plastgáma. 

„Fyrri hluti göngunnar verður um mitt nesið en seinni hlutinn liggur meðfram sjávarsíðunni og þá munum við gera okkar besta í að finna plast, setja í poka og taka með okkur,“ segir Einar Skúlason, skipuleggjandi göngunnar. Hann segir gott að taka með rúmgóðan bakpoka svo það verði léttara að bera plastið, hver og einn komi svo plastinu í plastgáma. 

„Það er frábært að byrja laugardaginn á léttri göngu á Geldinganesi. Við förum alveg út að Helgukletti yst á nesinu þar sem Helga Bárðardóttir renndi forðum fyrir fisk. Svo göngum við meðfram sjávarsíðunni til baka og náum vonandi að hreinsa upp það plast sem við sjáum á leiðinni. Veðurspáin er góð og allir eru velkomnir.“

Hópurinn hittist á bílastæði skammt frá aðstöðu kajakræðaranna og gengið verður af stað kl. 9.
Vegalengd er 6-7 km, takmörkuð hækkun er á leiðinni og má búast við að gangan taki rúmlega tvo tíma.

Frekari upplýsingar um gönguna má finna hér. 

mbl.is