Kolvetnum úthýst af pítsunni

Innlend veitingahús | 6. apríl 2019

Kolvetnum úthýst af pítsunni

Hefðbundnir pítsubotnar úr hveiti eru ekki hátt skrifaðir hjá þeim sem tileinka sér ketó-mataræði. Pítsastaðurinn Blackbox í Borgartúni sá þann kost vænstan að þróa sérstakan ketóbotn.

Kolvetnum úthýst af pítsunni

Innlend veitingahús | 6. apríl 2019

Hefðbundnir pítsubotnar úr hveiti eru ekki hátt skrifaðir hjá þeim sem tileinka sér ketó-mataræði. Pítsastaðurinn Blackbox í Borgartúni sá þann kost vænstan að þróa sérstakan ketóbotn.

Hefðbundnir pítsubotnar úr hveiti eru ekki hátt skrifaðir hjá þeim sem tileinka sér ketó-mataræði. Pítsastaðurinn Blackbox í Borgartúni sá þann kost vænstan að þróa sérstakan ketóbotn.

„Það eru 9,2 grömm af kolvetnum í 180 gramma ketóbotninum sem er 10 tommur,“ segir Jón Gunnar Geirdal, einn af eigendum Blackbox, um hinn nýja ketóvæna pítsubotn. Hefðbundinn pítsubotn staðarins er úr súrdeigi en einnig er hægt að velja glútenlausan botn og nú hefur ketóbotn bæst við úrvalið.

„Blackbox vildi svara gríðarlegum vinsældum ketó-mataræðis og bjóða upp á þennan frábæra valkost sem passar inn í þennan ramma sem fólk hefur til þess að halda sér í ketónísku ástandi, þ.e. að halda sér undir 20 grömmum af kolvetnum á dag. Það er búið að eyða rúmum þremur mánuðum í að smakka til uppskriftina því við vildum hafa áferðina eins og á pítsubotni og tilfinninguna þannig að það sé verið að borða pítsu.“

Ekki ætti að vera erfitt að velja álegg á pítsuna því á ketó-mataræði eru ostar og kjöt í góðu lagi og flest grænmeti sem vex ofanjarðar. Sætt álegg á borð við ananas þarf þó að láta vera að raða á pítsubotninn eigi pítsan að teljast ketóvæn.

mbl.is