Renaultstjórinn Cyril Abiteboul viðurkennnir að liðið hafi staðið sig „undir væntingum“ í fyrstu tveimur mótum ársins í formúlu-1.
Renaultstjórinn Cyril Abiteboul viðurkennnir að liðið hafi staðið sig „undir væntingum“ í fyrstu tveimur mótum ársins í formúlu-1.
Renaultstjórinn Cyril Abiteboul viðurkennnir að liðið hafi staðið sig „undir væntingum“ í fyrstu tveimur mótum ársins í formúlu-1.
Renault hefur vonast til að slíta sig frá miðjuhópnum á vertíðinni og draga á toppliðin þrjú. Á það enn eftir að sýna merki verulegra framfara og að slíkt takmark sé raunhæft.
Hvorugur þeirra Nico Hülkenberg og Daniel Ricciardo hefur komist í lokalotu tímatöku það sem af er og féllu þeir báðir úr leik vegna vélarbilunar á lokahringjum kappakstursins í Barein um síðustu helgi.
„Vertíðarbyrjunin hefur verið undir hástemmdum væntingum okkar,“ segir Abiteboul. „Samkeppnisfærni okkar er nógu góð til að keppa í hópi 10 fremstu liða og nær toppliðunum en í fyrra, en endingarskortur hefur þjáð okkur. Til Kína förum við staðfastir í að komast á gott skrið.“Eftir æfingar í Barein í vikunni í framhaldi af kappakstrinum sagðist Ricciardo aflað sér góðrar viðbótarreynslu af Renaultbílnum. „Ég er að ná meiru út úr honum og mér líður betur og betur í bílnum. Það tekur tíma en við erum að bæta okkur og stefnum í rétta átt. Það býr augljóslega hraði í bílnum og mín bíður að ná honum öllum út úr honum. Ég hef á tilfinningunni að við eigum eftir að bæta okkur mikið.“