Vatnsheldir og fyrir íslenskar aðstæður

Búnaður | 7. apríl 2019

Vatnsheldir og fyrir íslenskar aðstæður

Ecco var stofnað 1963 og hefur fyrirtækið síðan þá rannsakað bæði fót mannsins og göngulag. Þótt Ecco framleiði skó er fyrirtækið á því að það sé manninum eðlilegast að ganga eða hlaupa berfættur. Þegar fyrirtækið gerði BIOM-skóinn var úrtakið 2.500 atvinnuhlauparar.

Vatnsheldir og fyrir íslenskar aðstæður

Búnaður | 7. apríl 2019

Skórnir henta vel á Íslandi þar sem veður getur verið …
Skórnir henta vel á Íslandi þar sem veður getur verið alls konar. Ljósmynd/Ecco

Ecco var stofnað 1963 og hefur fyrirtækið síðan þá rannsakað bæði fót mannsins og göngulag. Þótt Ecco framleiði skó er fyrirtækið á því að það sé manninum eðlilegast að ganga eða hlaupa berfættur. Þegar fyrirtækið gerði BIOM-skóinn var úrtakið 2.500 atvinnuhlauparar.

Ecco var stofnað 1963 og hefur fyrirtækið síðan þá rannsakað bæði fót mannsins og göngulag. Þótt Ecco framleiði skó er fyrirtækið á því að það sé manninum eðlilegast að ganga eða hlaupa berfættur. Þegar fyrirtækið gerði BIOM-skóinn var úrtakið 2.500 atvinnuhlauparar.

Þeir voru fengnir til að hlaupa berfættir og var sólinn hannaður út frá því.

Skórnir eru hannaðir þannig að fólki líði sem best.
Skórnir eru hannaðir þannig að fólki líði sem best. Ljósmynd/Ecco

Í nýjustu útgáfu frá Ecco, sem heitir Biom Venture, er búið að endurbæta skóinn mikið. Ecco og Gore-tex fóru í samstarf um að gera skó sem væri 100% vatnheldur með það að markmiði að ná sem mestri öndun.

Til að ná hámarksöndun voru gerð loftgöt á sólann en 360° gráðu goretexfilma umlykur allan skóinn.

Ecco-skórnir eru ekki bara góðir fyrir fótinn heldur einnig fallegir …
Ecco-skórnir eru ekki bara góðir fyrir fótinn heldur einnig fallegir á fæti. Ljósmynd/Ecco

Í útivistarskóna notast Ecco nánast eingöngu við jakuxaleður sem er þrisvar sinnum sterkara en venjulegt nautsleður. Það leður er fengið af jakuxum sem lifa við erfiðar aðstæður í Himalajafjöllum.

mbl.is