Tasmanía er orðið fyrsta fylki Ástralíu þar sem íbúar geta sótt um breytingu á skráðu kyni á fæðingarvottorði sínu, en lögin voru samþykkt í neðri deild fylkisþingsins í gær. Þau höfðu þegar verið samþykkt í efri deildinni og verða því tekin í gildi áður en langt um líður.
Tasmanía er orðið fyrsta fylki Ástralíu þar sem íbúar geta sótt um breytingu á skráðu kyni á fæðingarvottorði sínu, en lögin voru samþykkt í neðri deild fylkisþingsins í gær. Þau höfðu þegar verið samþykkt í efri deildinni og verða því tekin í gildi áður en langt um líður.
Tasmanía er orðið fyrsta fylki Ástralíu þar sem íbúar geta sótt um breytingu á skráðu kyni á fæðingarvottorði sínu, en lögin voru samþykkt í neðri deild fylkisþingsins í gær. Þau höfðu þegar verið samþykkt í efri deildinni og verða því tekin í gildi áður en langt um líður.
Samkvæmt umfjöllun BBC kveða lögin einnig á um það að ekki verður þess lengur krafist að transfólk gangist undir aðgerð áður en það fær að breyta skráðu kyni.
Fylkisstjórnin setti sig harðlega upp á móti lagafrumvarpinu, en flokkar í stjórnarandstöðu unnu saman að því að safna nægum atkvæðum til þess að lögin yrðu samþykkt eftir langar og strangar umræður á þinginu.
„Þetta er söguleg stund,“ sagði Sue Hickey, forseti þingsins. „Þetta er ekki sigur fyrir neinn sérstakan stjórnmálaflokk, heldur fyrir reisn transsamfélagsins.“