Einn hættulegasti flugvöllur í heimi

Nepal | 15. apríl 2019

Einn hættulegasti flugvöllur í heimi

Farþegaflugvélin, sem var að gerðinni L-410 Turbolet, hlekktist á í flugtaki og rakst á tvær þyrlur með þeim afleiðingum að flugmaður vélarinnar lést ásamt tveimur lögreglumönnum sem hjá stóðu, þrír til viðbótar slösuðust. Flugvöllurinn er þekktastur fyrir að flytja fjallgöngufólk einu skrefi nær Everest, hæsta fjalli heims, auk þess sem hann ber þann vafasama titil að vera einn sá hættulegasti í heimi.

Einn hættulegasti flugvöllur í heimi

Nepal | 15. apríl 2019

Fjölmargir íslendingar hafa ferðast um Tenzing- Hillary flugvöllinn.
Fjölmargir íslendingar hafa ferðast um Tenzing- Hillary flugvöllinn. Ljósmynd/Flickr

Farþegaflugvélin, sem var að gerðinni L-410 Turbolet, hlekktist á í flugtaki og rakst á tvær þyrlur með þeim afleiðingum að flugmaður vélarinnar lést ásamt tveimur lögreglumönnum sem hjá stóðu, þrír til viðbótar slösuðust. Flugvöllurinn er þekktastur fyrir að flytja fjallgöngufólk einu skrefi nær Everest, hæsta fjalli heims, auk þess sem hann ber þann vafasama titil að vera einn sá hættulegasti í heimi.

Farþegaflugvélin, sem var að gerðinni L-410 Turbolet, hlekktist á í flugtaki og rakst á tvær þyrlur með þeim afleiðingum að flugmaður vélarinnar lést ásamt tveimur lögreglumönnum sem hjá stóðu, þrír til viðbótar slösuðust. Flugvöllurinn er þekktastur fyrir að flytja fjallgöngufólk einu skrefi nær Everest, hæsta fjalli heims, auk þess sem hann ber þann vafasama titil að vera einn sá hættulegasti í heimi.

En hvað er það sem gerir þennan flugvöll, sem er í 3000 metra hæð yfir sjávarmáli, svona hættulegan?

Flugvöllurinn var tekinn í notkun árið 1964 og heitir réttu nafni Tenzing- Hillary flugvöllurinn eftir þeim Edmund Hillary, sem fyrstur náði að toppa Everest og sérpanum Tenzing Norgay. Þetta var grófur malarvöllur sem erfitt var að eiga við og það var ekki fyrr en 2001 að hann var malbikaður.

Flugbrautirnar eru stuttar sem gera aðflug og flugtak mjög erfitt og einungis hægt að lenda þar þyrlum og flugvélum sem eru sérhannaðar fyrir stuttar flugbrautir. Brautin er rétt um 500 m og að henni lokinni tekur við brött klöpp, til viðmiðunar er stysta flugbrautin á Heathrow um 3.5 kílómetrar. Veðurskilyrði á svæðinu eru erfið og skiptir oft skarpt um veður með þeim afleiðingum að suma daga er hvorki flogið til né frá Lukla.

Þrátt fyrir þessar óhugnanlegu lýsingar er flugleiðin til og frá Lukla ein sú allra fallegasta í heimi með tignarlegu útsýni yfir hluta af Himalajafjalllgarðinunm.  

mbl.is