Heita milljörðum til endurbyggingar

Eldur í Notre-Dame í París | 16. apríl 2019

Heita milljörðum til endurbyggingar

Milljarðamæringar, stórfyrirtæki og stjórnvöld hafa samtals heitið því að leggja um 500 milljónir evra, um 70 milljarða króna, til endurbyggingar Notre Dame-dómkirkjunnar í París. Verið er að ýta mörgum söfnunum, m.a. hópfjármögnunum á netinu, úr vör. Stöðugt bætist í hóp velviljaðra.

Heita milljörðum til endurbyggingar

Eldur í Notre-Dame í París | 16. apríl 2019

Fyrir og eftir eldsvoðann. Til vinstri er Notre Dame-dómkirkjan í …
Fyrir og eftir eldsvoðann. Til vinstri er Notre Dame-dómkirkjan í mars árið 2014 og myndin til hægri er tekin í dag. AFP

Milljarðamæringar, stórfyrirtæki og stjórnvöld hafa samtals heitið því að leggja um 500 milljónir evra, um 70 milljarða króna, til endurbyggingar Notre Dame-dómkirkjunnar í París. Verið er að ýta mörgum söfnunum, m.a. hópfjármögnunum á netinu, úr vör. Stöðugt bætist í hóp velviljaðra.

Milljarðamæringar, stórfyrirtæki og stjórnvöld hafa samtals heitið því að leggja um 500 milljónir evra, um 70 milljarða króna, til endurbyggingar Notre Dame-dómkirkjunnar í París. Verið er að ýta mörgum söfnunum, m.a. hópfjármögnunum á netinu, úr vör. Stöðugt bætist í hóp velviljaðra.

 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur heitið því að kirkjan verði endurbyggð en turnspíra hennar og þak var meðal þess sem gjöreyðilagðist í eldsvoðanum í gær. 

Kerring-hópurinn, sem m.a. á Yves Saint Laurent og Gucci, var fyrstur til að stíga fram og heita peningum til verksins eða um 100 milljónum evra, 13,5 milljörðum króna. Helsti keppinautur hópsins í viðskiptalífinu, LVMH og fjölskylda stofnandans Bernard Arnault, hét í kjölfarið að láta 200 milljónir evra af hendi rakna. Fljótlega bættist svo franski olíurisinn Total í hópinn og hefur hann einnig heitið 100 milljónum evra til endurbyggingarinnar. 

Notre Dame í allri sinni dýrð að nóttu til í …
Notre Dame í allri sinni dýrð að nóttu til í janúar í fyrra. AFP

Aðrir eru m.a. fjárfestirinn Marc Ladreit de Lacharriere og bræðurnir Martin og Oliver Bouygues, sem starfa í verktakageiranum.

Einnig hafa streymt inn vilyrði fyrir peningum frá fólki og fyrirtækjum sem ekki vilja láta nafn síns getið.

Stjórnvöld í öðrum löndum hafa einnig látið sig málið varða og hefur t.d. stjórn ungversku borgarinnar Szeged lofað 10 þúsund evrum að launum fyrir hjálp sem borgarstjórn Parísar veitti í miklum flóðum árið 1879.

Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, ætlar að standa fyrir ráðstefnu áhugasamra styrktaraðila á alþjóðavísu á næstu vikum. 

 Þá hafa margir boðið fram hjálp sína við endurbygginguna, m.a. sérfræðingar í uppgerð gamalla húsa. Franskt timburfyrirtæki ætlar að safna 1.300 eikartrjám sem það telur að þurfi til að byggja þak kirkjunnar.

Stjórnvöld í Þýskalandi og á Ítalíu hafa einnig boðið fram hjálp sína og Vladimír Pútín Rússlandsforseti býðst til að senda bestu sérfræðinga sína í endurgerð fornra bygginga á vettvang.

Endurbyggingin mun kosta hundruð milljóna evra og taka nokkur ár ef ekki áratugi. Sérfræðingar anda þó margir hverjir léttar og fagna því að ekki fór eins illa og á horfðist í fyrstu.

 Viðgerðirnar sem stóðu yfir á kirkjunni er í henni kviknaði áttu að kosta 11 milljónir evra og greiðast af franska ríkinu og styrktaraðilum. Gera átti við sprungur og annað sem myndast hafði í hinni löngu sögu kirkjunnar, s.s. vegna veðurs og mengunar.

mbl.is