Yfirheyra verkamenn Notre Dame

Eldur í Notre-Dame í París | 16. apríl 2019

Yfirheyra verkamenn Notre Dame

Saksóknari í Parísarborg hefur hafið rannsókn á eldsvoðanum í Notre Dame-dómkirkjunni sem „óvart eyðilagðist í eldi“ eins og það er orðað í yfirlýsingu embættisins.

Yfirheyra verkamenn Notre Dame

Eldur í Notre-Dame í París | 16. apríl 2019

Notre Dame í sumar- og vetrarskrúða.
Notre Dame í sumar- og vetrarskrúða. AFP

Saksóknari í Parísarborg hefur hafið rannsókn á eldsvoðanum í Notre Dame-dómkirkjunni sem „óvart eyðilagðist í eldi“ eins og það er orðað í yfirlýsingu embættisins.

Saksóknari í Parísarborg hefur hafið rannsókn á eldsvoðanum í Notre Dame-dómkirkjunni sem „óvart eyðilagðist í eldi“ eins og það er orðað í yfirlýsingu embættisins.

Talið er líklegast að eldinn megi rekja til umfangsmikilla viðgerða sem stóðu yfir á hinni 850 ára gömlu kirkju. Lögreglan er byrjuð að yfirheyra verkamenn sem unnu að viðgerðunum en þeir voru farnir úr vinnu er eldsins varð vart um klukkan 18 að staðartíma í gærkvöldi.

Það tók slökkviliðsmenn fimmtán klukkustundir að slökkva eldinn að fullu. Talið er að tekist hafi að bjarga steinbyggingunni sjálfri en turnspíran, þakið og annað sem byggt var úr viði brann.

 Myndir sem birst hafa innan úr kirkjunni í dag, virðast sýna að steindu gluggarnir og stóra orgelið, sem smíðað var á þriðja áratug 17. aldar, hafi ekki eyðilagst þó einhverjar skemmdir séu væntanlega á þeim. Í orgelinu fræga eru 8.000 pípur, líkt og fram kemur í samantekt Guardian.

Slökkviliðsmenn einbeittu sér fljótlega eftir að þeir komu á vettvang í gær að því að verja þann hluta byggingarinnar þar sem mestu verðmætin voru að finna. En eldur komst þó í tréverk norðurturnsins og féllu í kjölfarið tíu risastórar kirkjuklukkurnar, þar af Emmanuel-klukkan sem vegur 13 tonn, til jarðar. 

Flestir viðarbjálkarnir í þakinu brunnu en steinhvelfingin sem hélt þakinu uppi virðist að mestu hafa sloppið.

Orgelið mikla eins og það leit út í júní í …
Orgelið mikla eins og það leit út í júní í fyrra. Það er nú skemmt en ekki ónýtt að sögn kunnugra. AFP

Það þykir mikið afrek að tekist hafi að koma í veg fyrir að kirkjan gjöreyðilagðist. 

Slökkviliðsmenn hafa í morgun verið að kanna skemmdir og ganga úr skugga um að byggingin sé traust, þ.e. að ekki sé hætta á hruni hennar. Hús í nágrenni kirkjunnar hafa verið rýmt.

„Einhverjir veikleikar“ hafa fundist í steinbyggingunni í morgun en í heildina þá virðist hún „í lagi“ segir aðstoðarinnanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez. Veikleikar eftir brunann hafa m.a. komið í ljós í hvelfingunni og stafni þverskips kirkjunnar að sögn ráðherrans. 

mbl.is