Efna til samkeppni um hönnun turnspírunnar

Eldur í Notre-Dame í París | 17. apríl 2019

Efna til samkeppni um hönnun turnspírunnar

Frakkar ætla að bjóða arkitektum hvaðanæva að úr heiminum til að koma með tillögur að endurbyggingu turnspíru Notre Dame-dómkirkjunnar sem eyðilagðist í eldsvoðanum í fyrradag. Þetta segir forsætisráðherrann, Edouard Philippe.

Efna til samkeppni um hönnun turnspírunnar

Eldur í Notre-Dame í París | 17. apríl 2019

Turnspíran brann til kaldra kola.
Turnspíran brann til kaldra kola. AFP

Frakkar ætla að bjóða arkitektum hvaðanæva að úr heiminum til að koma með tillögur að endurbyggingu turnspíru Notre Dame-dómkirkjunnar sem eyðilagðist í eldsvoðanum í fyrradag. Þetta segir forsætisráðherrann, Edouard Philippe.

Frakkar ætla að bjóða arkitektum hvaðanæva að úr heiminum til að koma með tillögur að endurbyggingu turnspíru Notre Dame-dómkirkjunnar sem eyðilagðist í eldsvoðanum í fyrradag. Þetta segir forsætisráðherrann, Edouard Philippe.

Markmiðið með samkeppninni er að fá Notre Dame nýja turnspíru sem er aðlöguð að tækni og áskorunum okkar tíma,“ sagði Philippe í samtali við fréttamenn í dag. Í gær hét Emmanuel Macron forseti landsins því að kirkjan yrði endurbyggð „jafnvel enn fegurri en áður“ á innan við fimm árum.

Þúsundir ferðamanna og Parísarbúa horfðu angistarfullir á það á mánudag er eldurtungur umluku hina 850 ára gömlu kirkju. Fimmtán klukkustundir tók að slökkva eldinn að fullu og eru skemmdir á kirkjunni gríðarmiklar.

Fljótlega eftir að slökkviliðsmenn höfðu slökkt í síðustu glæðunum fóru vilyrði fyrir fjárgjöfum til endurbyggingarinnar að streyma inn. Á einum sólarhring höfðu 800 milljónir evra safnast, m.a. frá auðkýfingum og stórfyrirtækjum.

mbl.is