Fundu hanastyttu Notre Dame

Eldur í Notre-Dame í París | 17. apríl 2019

Fundu hanastyttu Notre Dame

Koparstytta af hana, sem sat á toppi turnspíru Notre Dame-dómkirkjunnar í París, höfuðborg Frakklands, er fundin í kjölfar eldsvoðans í kirkjunni.

Fundu hanastyttu Notre Dame

Eldur í Notre-Dame í París | 17. apríl 2019

Dómkirkjan Notre Dame í október 2018. Hanastyttan sat á toppi …
Dómkirkjan Notre Dame í október 2018. Hanastyttan sat á toppi turnspírunnar sem hrundi í eldsvoðanum. mbl.is/Hjörtur

Koparstytta af hana, sem sat á toppi turnspíru Notre Dame-dómkirkjunnar í París, höfuðborg Frakklands, er fundin í kjölfar eldsvoðans í kirkjunni.

Koparstytta af hana, sem sat á toppi turnspíru Notre Dame-dómkirkjunnar í París, höfuðborg Frakklands, er fundin í kjölfar eldsvoðans í kirkjunni.

Þetta tilkynnti menningarmálaráðuneyti Frakklands í dag. Styttan fannst í rústum þaks dómkirkjunnar inni í henni. Styttan þykir ekki síst mikilvæg vegna þess að inni í henni hafa verið geymdir þrír helgir munir. Þar á meðal brot úr þyrnikórónu sem Jesús Kristur bar þegar hann var krossfestur sem ætlað var að vernda Parísarbúa.

Turnspíran hrundi ásamt þakinu í eldsvoðanum. Styttan af hananum fannst í gær samkvæmt frétt AFP, en haninn er óopinbert tákn Frakklands. Styttan er illa farin og vegna skemmda á henni hefur ekki verið hægt að kanna hvort hinir helgu munir séu enn í henni. Talið er þó að hægt verði að lagfæra hana.

mbl.is