Rigningin versti óvinur Notre Dame

Eldur í Notre-Dame í París | 23. apríl 2019

Rigningin versti óvinur Notre Dame

Arkitektar sem vinna að því að varðveita það sem eftir stendur af Notre Dame-dómkirkjunni vinna í kapphlaupi við tímann að því að hylja hana svo að rigning valdi ekki frekari skemmdum.

Rigningin versti óvinur Notre Dame

Eldur í Notre-Dame í París | 23. apríl 2019

Skemmdir Notre Dame-kirkjunnar kannaðar.
Skemmdir Notre Dame-kirkjunnar kannaðar. AFP

Arkitektar sem vinna að því að varðveita það sem eftir stendur af Notre Dame-dómkirkjunni vinna í kapphlaupi við tímann að því að hylja hana svo að rigning valdi ekki frekari skemmdum.

Arkitektar sem vinna að því að varðveita það sem eftir stendur af Notre Dame-dómkirkjunni vinna í kapphlaupi við tímann að því að hylja hana svo að rigning valdi ekki frekari skemmdum.

Spáð er skúrum og mögulega þrumuveðri með tilheyrandi rigningu á morgun í frönsku höfuðborginni, París.

Hvelfing kirkjunnar, sem hrundi að hluta í eldsvoðanum, er nú þegar vatnssósa í kjölfar slökkvistarfsins. Arkitektarnir óttast að mikil rigning geti valdið enn meiri skaða og jafnvel hruni, að því er segir í frétt BBC um málið.

Sá sem fer fyrir varðveislunni, arkitektinn Philippe Villeneuve, segir það forgangsatriði að draga segldúk yfir hvelfinguna. Hann segir allt til reiðu og ekki eftir neinu að bíða nema dúknum sem sé á leiðinni.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur heitið því að dómkirkjan verði endurbyggð en hún er eitt helsta kennileiti borgarinnar, byggð fyrir um 850 árum. Macron segir stefnt að því að endurbyggingunni verði lokið fyrir ólympíuleikana sem fram munu fara í París árið 2024.

mbl.is