Sigur ekki markmiðið

Formúla-1/Red Bull | 24. apríl 2019

Sigur ekki markmiðið

Christian Horner liðsstjóri Red Bull neitar því að  liðið hafi sett sér sem markmið að vinna kappakstur í ár.

Sigur ekki markmiðið

Formúla-1/Red Bull | 24. apríl 2019

Markmið Red Bull er að brúa bilið í Ferrari og …
Markmið Red Bull er að brúa bilið í Ferrari og Mercedes í ár. Hér er Pierre Gasly á ferð í Sjanghæ í Kína. AFP

Christian Horner liðsstjóri Red Bull neitar því að  liðið hafi sett sér sem markmið að vinna kappakstur í ár.

Christian Horner liðsstjóri Red Bull neitar því að  liðið hafi sett sér sem markmið að vinna kappakstur í ár.

Á nýhafinni keppnistíð knýja Hondavélar keppnisbíla Red Bull í stað véla Renault en liðið og franski bílsmiðurinn bundu í fyrra endi á margra ára samstarf sitt á vélarsviðinu.

Í fyrsta móti ársins hafnaði Red Bull á verðlaunapalli og er það fyrsta pallsæti Honda frá því japanski bílsmiðurinn sneri aftur til keppni í formúlu-1 árið 2015.

Í aðdraganda keppnistíðarinnar sagði einn helsti stjórnandi Rer Bull, Helmut Marko, að liðið myndi vinna „að minnsta kosti fimm mót“ í ár.

„Helmut er bjartsýnismaður og það eru bara þrjú mót búin, en af liðsins hálfu höfum við engin viðmið sett um sigur,“ segir Horner. „Takmarkið er að brúa bilið, okkur langar alla að verða samkeppnisfærir sem allra fyrst. Hvað út úr því kemur mun koma í ljós í mótum ársins.“

Hann segir að lið sitt hafi átt erfitt með að halda í Mercedes og Ferrari í tveimur fyrstu mótunum en hefði síðan dregið á og tekist að komast upp á milli Ferrarimanna í Kína. Yrði liðið að halda dampi og uppfæra bíla sína sem oftast til að geta sótt frekar á.

mbl.is