Franski ökumaðurinn Pierre Gasly hjá Red Bull hefur skýringar á því hvers vegna liðsfélaginn Max Verstappen hefur verið öllu sterkari það sem af er keppnistíðar.
Franski ökumaðurinn Pierre Gasly hjá Red Bull hefur skýringar á því hvers vegna liðsfélaginn Max Verstappen hefur verið öllu sterkari það sem af er keppnistíðar.
Franski ökumaðurinn Pierre Gasly hjá Red Bull hefur skýringar á því hvers vegna liðsfélaginn Max Verstappen hefur verið öllu sterkari það sem af er keppnistíðar.
Ástæðan er sú að Verstappen er fljótari að komast á skrið út úr beygjum, þar liggur hundurinn grafinn, segir Gasly.
Gasly var færður í starf ökumanns hjá Red Bull eftir aðeins eins árs vist í dótturliðinu Toro Rosso. Hefur hann átt fremur erfitt uppdráttar í mótunum þremur sem lokið er. Síðasti kappakstur, í Sjanghæ, var þó sá besti. Þar varð hann í sjötta sæti í keppninni um ráspólinn og í sama sæti kom hann í mark, en samt langt á eftir Verstappen.