Verri út úr beygjunum

Formúla-1/Red Bull | 24. apríl 2019

Verri út úr beygjunum

Franski ökumaðurinn Pierre Gasly hjá Red Bull hefur skýringar á því hvers vegna liðsfélaginn Max Verstappen hefur verið öllu sterkari það sem af er keppnistíðar.

Verri út úr beygjunum

Formúla-1/Red Bull | 24. apríl 2019

Pierre Gasly.
Pierre Gasly. AFP

Franski ökumaðurinn Pierre Gasly hjá Red Bull hefur skýringar á því hvers vegna liðsfélaginn Max Verstappen hefur verið öllu sterkari það sem af er keppnistíðar.

Franski ökumaðurinn Pierre Gasly hjá Red Bull hefur skýringar á því hvers vegna liðsfélaginn Max Verstappen hefur verið öllu sterkari það sem af er keppnistíðar.

Ástæðan er sú að Verstappen er fljótari að komast á skrið út úr beygjum, þar liggur  hundurinn grafinn, segir Gasly.

Gasly var færður í starf ökumanns hjá Red Bull eftir aðeins eins árs vist í dótturliðinu Toro Rosso. Hefur hann átt fremur erfitt uppdráttar í mótunum þremur sem lokið er. Síðasti kappakstur, í Sjanghæ, var þó sá besti. Þar varð hann í sjötta sæti í keppninni um ráspólinn og í sama sæti kom hann í mark, en samt langt á eftir Verstappen.
„Þetta snýst um útakstur úr beygjum, hversu fljótt maður aflið bítur brautina, ég skrensa um of. Ég er kannski aðeins of harður við bílinn, að biðja afturöxulinn um of.“
mbl.is