Vill afleggja föstudagana

Formúla-1/Vettvangur | 1. maí 2019

Vill afleggja föstudagana

Daniil Kvyat hjá Toro  Rosso er á því að hætta beri föstudagsæfingum keppnishelga til að stuðla að því að kappaksturinn verði minna ófyrirsjáanlegur.

Vill afleggja föstudagana

Formúla-1/Vettvangur | 1. maí 2019

Rússinn Daniil Kvyat hjá Toro Rosso.
Rússinn Daniil Kvyat hjá Toro Rosso. AFP

Daniil Kvyat hjá Toro  Rosso er á því að hætta beri föstudagsæfingum keppnishelga til að stuðla að því að kappaksturinn verði minna ófyrirsjáanlegur.

Daniil Kvyat hjá Toro  Rosso er á því að hætta beri föstudagsæfingum keppnishelga til að stuðla að því að kappaksturinn verði minna ófyrirsjáanlegur.

Við núverandi fyrirkomulag hafa liðin þrjár klukkustundir á föstudeginum til að prófa bíla sína og stilla fyrir timatökur og keppni.

„Það  ætti að duga að mæta bara á laugardagsmorgni, við vitum allt um allar brautirnar. Það er formúlunnar að  gera þetta upp við sig, hvað sé fyrir bestu. Engir tveir ökumenn eru eins, sumir þurfa kannski fimm klukkustundir til æfinga, en ekki  ég,“ segir Kvyat.
Daniil Kvyat vill ófyrirsjáanlegri keppnishelgar.
Daniil Kvyat vill ófyrirsjáanlegri keppnishelgar. AFP
mbl.is