Keppt í Rio frá 2020

Formúla-1/Vettvangur | 4. maí 2019

Keppt í Rio frá 2020

Rio de Janeiro verður vettvangur Brasilíukappakstursins  frá og  með næsta ári, 2020, að sögn forseta Brasilíu.

Keppt í Rio frá 2020

Formúla-1/Vettvangur | 4. maí 2019

Bíll Felipe Massa speglast í glervegg aðalstúkunnar í Sao Paulo.
Bíll Felipe Massa speglast í glervegg aðalstúkunnar í Sao Paulo. AFP

Rio de Janeiro verður vettvangur Brasilíukappakstursins  frá og  með næsta ári, 2020, að sögn forseta Brasilíu.

Rio de Janeiro verður vettvangur Brasilíukappakstursins  frá og  með næsta ári, 2020, að sögn forseta Brasilíu.

Nokkurrar óvissu hefur gætt vegna kappakstursins og framtíð hans í Sao Paolo sem hefur átt í erfiðleikum með öflun fjár til að kosta keppnishaldið.
Jair Bolsonaro segist hafa ritað undir samning um mótið við æðstu menn Rio um færslu mótsins þangað. Líklegt er að herstöð í Deodorohverfinu en þar er braut sem herinn hefur gefið upp á bátinn. Segir forsetinn að ekki taki nema sex til sjö mánuði að endurbæta aðstæður svo brautin uppfylli skilyrði fyrir keppni í formúlu-1.

Síðast var keppt í formúlu-1 í Rio de Janeiro árið 1989, í Jacarepagua brautinni. Hún var jöfnuð við jörðu er Brasilíumenn undirbjuggu Ólympíuleikana þar í landi 2016.

mbl.is