Kjúklingabræðingur með guacamole og beikoni - ketó

Uppskriftir | 7. maí 2019

Kjúklingabræðingur með guacamole og beikoni - ketó

Hver getur slegið hendinni á móti þessari dásemd? Hér erum við mögulega með allt það besta sem prýtt getur eina máltíð og hún er ketó í þokkabót.

Kjúklingabræðingur með guacamole og beikoni - ketó

Uppskriftir | 7. maí 2019

mbl.is/Gígja S. Guðjónsdóttir
Hver getur slegið hendinni á móti þessari dásemd? Hér erum við mögulega með allt það besta sem prýtt getur eina máltíð og hún er ketó í þokkabót.
Hver getur slegið hendinni á móti þessari dásemd? Hér erum við mögulega með allt það besta sem prýtt getur eina máltíð og hún er ketó í þokkabót.
Það er engin önnur en Gígja S. Guðjónsdóttir sem á heiðurinn að þessari snilld.
Kjúklingabræðingur með guacamole og beikoni - ketó
fyrir 4
  • 4 kjúklingabringur
  • 4 avocado
  • 1 lime
  • 1 tómatur
  • 1/2 rauðlaukur
  • 6 beikonsneiðar
  • gratínostur frá Gott í matinn
  • olía
  • salt og pipar
  • chilli-krydd
  • kóríander
Aðferð:
  1. Kjúklingabringurnar eru kryddaðar með salti, pipar og chilli-kryddi og steiktar í olíu á pönnu við miðlungshita þar til þær eru eldaðar í gegn. Lykilatriði að pannan sé ekki of heit því þá getur kjúklingurinn brunnið að utan, en við viljum hafa hann mjúkan og góðan.
  2. Á meðan kjúklingurinn er á pönnunni er guacamole og beikonið græjað.
  3. Beikonið er sett í 200 gráðu heitan ofn þar til að það er orðið stökkt, þá er það tekið út og mulið.
  4. Ekki slökkva á ofninum þar sem kjúklingurinn fer líka inn í ofn.
  5. Guacamole-ið er auðvelt, avocado er stappað og niðurskornum tómötum, rauðlauk, lime-safa og salti og pipar bætt við og maukað með gaffli.
  6. Þegar kjúklingabringurnar eru tilbúnar er guacamole sett ofan á, ostinum stráð yfir og beikonbitunum stungið í.
  7. Næst fer kjúklingurinn inn í ofn í aðeins 3-5 mínútur svo að osturinn bráðni og hann næst borinn fram heimtur með fersku kóríander eftir smekk.
mbl.is/Gígja S. Guðjónsdóttir
mbl.is