Árásum á hinsegin fólk hefur fjölgað mikið í Frakklandi og hafa aldrei verið jafnmargar og á síðasta ári. Svart ár fyrir LGBT-samfélagið segja formenn samtakanna SOS Homophobie.
Árásum á hinsegin fólk hefur fjölgað mikið í Frakklandi og hafa aldrei verið jafnmargar og á síðasta ári. Svart ár fyrir LGBT-samfélagið segja formenn samtakanna SOS Homophobie.
Árásum á hinsegin fólk hefur fjölgað mikið í Frakklandi og hafa aldrei verið jafnmargar og á síðasta ári. Svart ár fyrir LGBT-samfélagið segja formenn samtakanna SOS Homophobie.
Alls var skráð 231 líkamsárás á LGBT-fólk í Frakklandi í fyrra og hafa þær aldrei verið fleiri en þeim fjölgaði um 66% frá árinu á undan. Þar á undan höfðu árásirnar verið flestar árið 2013 er þær voru 188 talsins. Það ár voru sett ný lög í Frakklandi sem heimila hjónabönd samkynhneigðra.
„2018 var svart ár fyrir LGBT-fólk,“ segja þau Véronique Godet og Joël Deumier, formenn SOS Homophobie samtakanna í ársskýrslu.
SOS Homophobie samtökin reka hjálparlínu og bjóða upp á lögfræðiaðstoð en alls bárust vitnisburðir fyrir rúmlega 1900 manns sem höfðu orðið vitni að mismunun í garð samkynhneigðra í fyrra. Það er 15% aukning á milli ára.