Stærsti hluti þeirrar fjárhæðar sem var búið að lofa að færi í að endurbyggja Notre-Dame dómkirkjuna í París hefur ekki enn skilað sér. Þetta segir Michel Aupetit erkibiskup Parísar. Talað hefur verið um að 1,12 milljarðar evra myndi fara í uppbygginguna en þeir fjármunir hafa ekki sést hvorki frá yfirvöldum né stórum félagasamtökum.
Stærsti hluti þeirrar fjárhæðar sem var búið að lofa að færi í að endurbyggja Notre-Dame dómkirkjuna í París hefur ekki enn skilað sér. Þetta segir Michel Aupetit erkibiskup Parísar. Talað hefur verið um að 1,12 milljarðar evra myndi fara í uppbygginguna en þeir fjármunir hafa ekki sést hvorki frá yfirvöldum né stórum félagasamtökum.
Stærsti hluti þeirrar fjárhæðar sem var búið að lofa að færi í að endurbyggja Notre-Dame dómkirkjuna í París hefur ekki enn skilað sér. Þetta segir Michel Aupetit erkibiskup Parísar. Talað hefur verið um að 1,12 milljarðar evra myndi fara í uppbygginguna en þeir fjármunir hafa ekki sést hvorki frá yfirvöldum né stórum félagasamtökum.
Í brunanum 15. apríl síðastliðinn brann turnspíran og einnig þakið á hinni fornfrægu Notre Dame-dómkirkjunni. Áform eru um að endurbyggja kirkjuna með sama hætti.
Það verður eflaust ekkert vandamál að fá stærstu upphæðirnar frá kunnum velgjörðarmönnum en þær hafa ekki enn skilað sér. Hins vegar hafa safnast 13,5 milljónir evra til verkefninsins. Af þeim eru 9,5 milljónir evra frá 43 þúsund einstaklingum, flestir frá Frökkum og öðrum þjóðernum en af þeim eru sjö þúsund Bandaríkjamenn. Hinar fjórar milljónirnar koma frá stærri velgjörðarmönnum.
„Þess vegna heldur söfnunin áfram,“ segir hann.
Í síðustu viku tilkynntu La Fondation du Patrimoine, ein af fjórum stærstu samtökunum sem sjá um að afla fjár fyrir dókirkjuna, að þau væru hætt að safna fé. Þau sögðu jafnframt að þegar hefðu 218 milljónir evra safnast en alls þyrftu 900 milljón evrur til endurbyggingarinnar.
„Það er allt of snemmt að segja til um að við höfum þegar safnað of mikið af fé,“ segir Franck Riester menningarmálaráðherra.
Erkibiskupinn vinnur að því að skipuleggja með hvaða hætti tekið verði á móti framlögunum. Embættið rekur Sjóð Notre-Dame og stendur í viðræðum við vellauðugu fjölskyldurnar Pinault og Arnault um að fá 100 og 200 milljóna evra framlag.
Þetta myndi hafa mikið að segja um uppbygginguna, segir Christophe Rousselot talsmaður Sjóðs Notre-Dame.