Segja 3 milljónir hafa flúið frá Venesúela

Venesúela | 21. maí 2019

Segja 3 milljónir hafa flúið frá Venesúela

Um þrjár milljónir manna eru taldar hafa flúið efnahags- og síðar stjórnarkreppuna í Venesúela frá árinu 2015. Þetta er mat Sameinuðu þjóðanna sem segja stærstan hluta þessa hóps eiga að teljast flóttamenn.

Segja 3 milljónir hafa flúið frá Venesúela

Venesúela | 21. maí 2019

Venesúelabúar flytja hér matvæli og annan varning frá Kólubíu aftur …
Venesúelabúar flytja hér matvæli og annan varning frá Kólubíu aftur til heimalandsins. Mikil efnahagskreppa hefur verið í Venesúala frá 2015 og er vöruskortur mikill. AFP

Um þrjár milljónir manna eru taldar hafa flúið efnahags- og síðar stjórnarkreppuna í Venesúela frá árinu 2015. Þetta er mat Sameinuðu þjóðanna sem segja stærstan hluta þessa hóps eiga að teljast flóttamenn.

Um þrjár milljónir manna eru taldar hafa flúið efnahags- og síðar stjórnarkreppuna í Venesúela frá árinu 2015. Þetta er mat Sameinuðu þjóðanna sem segja stærstan hluta þessa hóps eiga að teljast flóttamenn.

AFP-fréttaveitan hefur eftir Liz Throssell, talsmanni flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) að á milli 3.000-5.000 Venesúelabúar yfirgefi heimaland sitt dag hvern, en efnahagsástand í landinu hefur haldið áfram að versna á meðan Nicolas Maduro, forseti Venesúela, og þingforsetinn og leiðtogi stjórnarandstöðunnar Juan Guaidó, takast á um stjórn landsins.  

„Við teljum um þrjár milljónir manna hafa farið frá Venesúela síðan 2015,“ sagði Throssell á fundi með fréttamönnum í Genf.

Flóttamannastofnunin segir 460.000 Venesúelabúa hafa lagt fram formlega beiðni um hæli í öðrum löndum, flestar þeirra í nágrannaríkjum Venesúela. UNHCR hefur nú gefið út leiðbeiningar til ríkjanna þar sem fram kemur að flestir Venesúelabúar sem nú eru á hrakhólum teljist eiga rétt á alþjóðlegri vernd.

„Þetta er vegna þess að lífi þeirra, öryggi og frelsi stafar ógn af aðstæðum sem hafa valdið verulegum óróleika í Venesúela,“ segir í yfirlýsingu UNHCR. Þá hvatti flóttamannaaðstoðin öll ríki til að „tryggja að Venesúelabúar, óháð lagalegri stöðu sinni, séu ekki sendir úr landi eða þvingaðir til að snúa aftur til Venesúela.

mbl.is