Fjölbreytt útivist bestu fríin

Ferðafélag Íslands | 23. maí 2019

Fjölbreytt útivist bestu fríin

Hann hefur náð að nýta fjallaskíðatímabilið til hins ýtrasta en meðfram lögmannsstörfum er hann fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands og hefur meðal annars haldið utan um fjallaskíðaprógram félagsins í samstarfi við Tómas Guðbjartsson. Hann ætlar að byrja sumarið á því að fara með tveimur vinum sínum til Toskana á Ítalíu og hjóla góðan hring um svæðið. „Þetta verða fjórir hjóladagar þar sem við hjólum um 100 km á dag í þessu fallegasta héraði Ítalíu. Í lok júní fer ég svo sem leiðsögumaður í ferð fyrir FÍ á Hornstrandir. Þá er ferðinni heitið í Reykjarfjörð þar sem við dveljum í þrjá daga og göngum á helstu tinda á svæðinu.  Slökum svo á í lauginni og spilum og syngjum á kvöldin,“ segir Helgi.

Fjölbreytt útivist bestu fríin

Ferðafélag Íslands | 23. maí 2019

Helgi Jóhannesson lögmaður segir fjölbreytta útivist vera bestu fríin.
Helgi Jóhannesson lögmaður segir fjölbreytta útivist vera bestu fríin. Ljósmynd/Aðsend

Hann hefur náð að nýta fjallaskíðatímabilið til hins ýtrasta en meðfram lögmannsstörfum er hann fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands og hefur meðal annars haldið utan um fjallaskíðaprógram félagsins í samstarfi við Tómas Guðbjartsson. Hann ætlar að byrja sumarið á því að fara með tveimur vinum sínum til Toskana á Ítalíu og hjóla góðan hring um svæðið. „Þetta verða fjórir hjóladagar þar sem við hjólum um 100 km á dag í þessu fallegasta héraði Ítalíu. Í lok júní fer ég svo sem leiðsögumaður í ferð fyrir FÍ á Hornstrandir. Þá er ferðinni heitið í Reykjarfjörð þar sem við dveljum í þrjá daga og göngum á helstu tinda á svæðinu.  Slökum svo á í lauginni og spilum og syngjum á kvöldin,“ segir Helgi.

Hann hefur náð að nýta fjallaskíðatímabilið til hins ýtrasta en meðfram lögmannsstörfum er hann fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands og hefur meðal annars haldið utan um fjallaskíðaprógram félagsins í samstarfi við Tómas Guðbjartsson. Hann ætlar að byrja sumarið á því að fara með tveimur vinum sínum til Toskana á Ítalíu og hjóla góðan hring um svæðið. „Þetta verða fjórir hjóladagar þar sem við hjólum um 100 km á dag í þessu fallegasta héraði Ítalíu. Í lok júní fer ég svo sem leiðsögumaður í ferð fyrir FÍ á Hornstrandir. Þá er ferðinni heitið í Reykjarfjörð þar sem við dveljum í þrjá daga og göngum á helstu tinda á svæðinu.  Slökum svo á í lauginni og spilum og syngjum á kvöldin,“ segir Helgi.

Helgi heldur utan um fjallaskíðaprógramm Ferðafélags Íslands ásamt Tómasi Guðbjartssyni.
Helgi heldur utan um fjallaskíðaprógramm Ferðafélags Íslands ásamt Tómasi Guðbjartssyni. Ljósmynd/Aðsend

Um miðjan júlí er förinni svo heitið í Lónsöræfi með fjölskyldu og vinum. „Þá leigjum við Múlaskála í þrjár nætur og njótum þeirrar gríðarlegu fegurðar sem þar er að finna. Eftir Lónsöræfi er planið að fara með tjaldvagninn um Austurland og enda með því að keppa í Urriðavatnssundinu og smella sér svo á Bræðsluna í lokin.“

Í lok sumars er stefnan svo tekin á nokkurra daga fjallgönguferð í Dolomítunum. „Þetta er ferð með Landkönnuðum FÍ sem er hópur fyrir útskrifaða FÍ Landvætti þar sem hópurinn tekst á við margs konar áskoranir og útvíkkar þægindarramma þátttakenda, þetta verður alvöru prógramm. Þetta er nú það helsta sem er á áætluninni hjá mér núna. Mér finnst gott að plana margt og fjölbreytt. Auðvitað getur vinna og annað sett strik í reikninginn og þá breytist ef til vill eitthvað eða hliðrast til.“



mbl.is