Lög sem heimila samkynhneigðum að ganga í hjónaband tóku gildi í Taívan í dag og er þetta fyrsta ríkið í Asíu sem heimilar samkynja hjónabönd. Fjöldi para hélt upp á daginn og stóð ráðhúsið í Taipei fyrir fjöldahjónavígslu fyrir utan ráðhúsið þar sem yfir 20 pör voru gefin saman.
Lög sem heimila samkynhneigðum að ganga í hjónaband tóku gildi í Taívan í dag og er þetta fyrsta ríkið í Asíu sem heimilar samkynja hjónabönd. Fjöldi para hélt upp á daginn og stóð ráðhúsið í Taipei fyrir fjöldahjónavígslu fyrir utan ráðhúsið þar sem yfir 20 pör voru gefin saman.
Lög sem heimila samkynhneigðum að ganga í hjónaband tóku gildi í Taívan í dag og er þetta fyrsta ríkið í Asíu sem heimilar samkynja hjónabönd. Fjöldi para hélt upp á daginn og stóð ráðhúsið í Taipei fyrir fjöldahjónavígslu fyrir utan ráðhúsið þar sem yfir 20 pör voru gefin saman.
Þá héldu þrjú pör upp á daginn með trompi með þrefaldri hjónavígslu til að fagna þessum mikla sigri fyrir baráttufólk fyrir réttindum LGBT-fólks á eyjunni en það hefur barist fyrir jafnrétti þegar kemur að hjónaböndum í mörg ár.
„Stjórnmálamaður í Taívan sagði eitt sinn: „Samkynhneigðir eru ekkert nema kakkalakkar. Kakkalakkar sem ekki er hægt að drepa.“ Og almenningur snerist gegn okkur og sagði að við værum hyski og úrþvætti, ekkert nema hópur af viðundrum,“ segir Kristin Huang, brúður, sem gekk að eiga unnustu sína í dag.
Í athöfninni voru tvö samkynhneigð pör, hommar og lesbíur, gefin saman og eitt gagnkynhneigt par. Með því vildu pörin sýna að munurinn á milli paranna er í raun enginn, öll voru þau samankomin til að fagna ástinni. Og fjölbreytileikanum.
„Við erum öll eins, við glímum við sömu vandamál í okkar samböndum, rífumst um sömu hlutina; markmið og drauma. Kyn er óviðkomandi fjölskyldu og hjónabandi. Það sem skiptir mestu máli er að elska hvort annað,“ segir Kristin.
Chen Hsuan-yu, brúðgumi sem gekk að eiga unnusta sinn í dag, segir að með athöfninni vilji þeir sýna öðrum samkynhneigðum vinum sínum að ef þeir eru tilbúnir, óháð stöðu eða skoðunum fjölskyldu, ættu þeir að nýta frelsið til að fylgja ástinni eftir.
Pörin þrjú eru vinir og var það hugmynd gagnkynhneigða brúðgumans að halda sameiginlega athöfn. „Við vildum sýna að öll sambönd eru jöfn, óháð kynhneigð. Allir eiga rétt á að ganga í hjónaband,“ segir Allie Pan, brúður. Athöfnin var hin glæsilegasta og fögnuðu yfir 300 gestir ástinni með pörunum þremur.