Lauda minnst í Mónakó

Formúla-1/Vettvangur | 25. maí 2019

Lauda minnst í Mónakó

Niki Lauda, sem lést í vikunni, verður minnst með margvíslegum hætti í Mónakó en þar fer fram kappakstur í formúlu-1 á morgun, sunnudag.

Lauda minnst í Mónakó

Formúla-1/Vettvangur | 25. maí 2019

Niki Lauda (t.v.) með samferðamanni á dögum hans í formúlu-1, …
Niki Lauda (t.v.) með samferðamanni á dögum hans í formúlu-1, Frakkanum Alain Prost. Rauða derhúfan á sínum stað. AFP

Niki Lauda, sem lést í vikunni, verður minnst með margvíslegum hætti í Mónakó en þar fer fram kappakstur í formúlu-1 á morgun, sunnudag.

Niki Lauda, sem lést í vikunni, verður minnst með margvíslegum hætti í Mónakó en þar fer fram kappakstur í formúlu-1 á morgun, sunnudag.

Vörumerki Lauda var rauð derhúfa og verður það táknræna höfuðfat hans þungamiðja í minningarstund um heimsmeistarann þrefalda á morgun.

Verður m.a. efnt til einnar mínútu þagnar fyrir upphaf kappakstursins. Ökumennirnir 20, nokkrir af fyrrverandi keppinautum og samferðamönnum Lauda og frammámenn munu hver um sig halda á rauðri derhúfu við athöfnina. 

Þá er áhorfendum boðið upp á að taka þátt í öllu saman á upphitunarhring kappakstursins. Þá hafa snekkjueigendur í höfninni í Mónakó verið hvattir til að þeyta skipsflautur sínar á upphafshringnum.  

Mónakókappaksturinn fer nú fram í 90. sinn en hann hóf göngu sína löngu áður en formúla-1 kom til skjalanna.

Lauda vann Mónakókappaksturinn tvisvar, eða 1975 og 1976.

Hjálmhlíðar keppnisbíla Mercedes verða rauðar í Mónakó til heiðurs Niki …
Hjálmhlíðar keppnisbíla Mercedes verða rauðar í Mónakó til heiðurs Niki Lauda. AFP
Red Bull minnist Lauda á bílum sínum í Mónakó.
Red Bull minnist Lauda á bílum sínum í Mónakó. AFP
Skilaboð á hjálmhlíf Valtteri Bottas.
Skilaboð á hjálmhlíf Valtteri Bottas. AFP
mbl.is