Með sigrinum í Mónakó vann Lewis Hamilton sinn 77. mótssigur í formúlu-1. Aðeins Michael Schumacher hefur oftar unnið, eða 91.
Munar á þeim 14 mótum en eftir eru 15 á þessu ári. Þá hefur Hamilton unnið 25 mótum meira en þriðji sigursælasti keppandinn, Sebastian Vettel.
Hamilton hefur unnið tug kappakstra frá því Vettel stóð á efsta þrepi verðlaunapallsins, eða frá því í Spa í Belgíu í fyrra.
Hamilton sló eitt af metum Schumacher með ráspólnum í Mónakó á laugardag. Var það 59. póll hans sem ökumaður Mercedesliðsins. Enginn ökumaður hefur unnið jafn marga ráspóla með einu og sama liðinu í sögu formúlu-1. Schumacher vann 58 á sínum tíma sem ökumaður Ferrari.
Ráspóll Hamiltons í Mónakó var sá 85. á ferlinum og leiddi hann kappaksturinn frá fyrsta til síðasta hrings í 17. sinn á ferlinum. Sama var uppi á teningnum hjá honum í næsta móti á undan, í Barcelona. Síðasti ökumaðurinn til að afreka hið sama og leiða tvö mót ótruflað út í gegn var Vettel, í Singapúr og Suður-Kóreu 2013.
Það sem af er ári hefur Mercedes átt báða menn á verðlaunapalli í öllum mótunum sex. Fyrstu fimm mótin vann liðið tvöfalt en í gær komst Vettel upp á milli Hamiltons og Valtteri Bottas.
Með sigrinum í Mónakó vann Lewis Hamilton sinn 77. mótssigur í formúlu-1. Aðeins Michael Schumacher hefur oftar unnið, eða 91.
Munar á þeim 14 mótum en eftir eru 15 á þessu ári. Þá hefur Hamilton unnið 25 mótum meira en þriðji sigursælasti keppandinn, Sebastian Vettel.
Hamilton hefur unnið tug kappakstra frá því Vettel stóð á efsta þrepi verðlaunapallsins, eða frá því í Spa í Belgíu í fyrra.
Hamilton sló eitt af metum Schumacher með ráspólnum í Mónakó á laugardag. Var það 59. póll hans sem ökumaður Mercedesliðsins. Enginn ökumaður hefur unnið jafn marga ráspóla með einu og sama liðinu í sögu formúlu-1. Schumacher vann 58 á sínum tíma sem ökumaður Ferrari.
Ráspóll Hamiltons í Mónakó var sá 85. á ferlinum og leiddi hann kappaksturinn frá fyrsta til síðasta hrings í 17. sinn á ferlinum. Sama var uppi á teningnum hjá honum í næsta móti á undan, í Barcelona. Síðasti ökumaðurinn til að afreka hið sama og leiða tvö mót ótruflað út í gegn var Vettel, í Singapúr og Suður-Kóreu 2013.
Það sem af er ári hefur Mercedes átt báða menn á verðlaunapalli í öllum mótunum sex. Fyrstu fimm mótin vann liðið tvöfalt en í gær komst Vettel upp á milli Hamiltons og Valtteri Bottas.
Með sigrinum í Mónakó vann Lewis Hamilton sinn 77. mótssigur í formúlu-1. Aðeins Michael Schumacher hefur oftar unnið, eða 91.
Munar á þeim 14 mótum en eftir eru 15 á þessu ári. Þá hefur Hamilton unnið 25 mótum meira en þriðji sigursælasti keppandinn, Sebastian Vettel.
Hamilton hefur unnið tug kappakstra frá því Vettel stóð á efsta þrepi verðlaunapallsins, eða frá því í Spa í Belgíu í fyrra.
Hamilton sló eitt af metum Schumacher með ráspólnum í Mónakó á laugardag. Var það 59. póll hans sem ökumaður Mercedesliðsins. Enginn ökumaður hefur unnið jafn marga ráspóla með einu og sama liðinu í sögu formúlu-1. Schumacher vann 58 á sínum tíma sem ökumaður Ferrari.
Ráspóll Hamiltons í Mónakó var sá 85. á ferlinum og leiddi hann kappaksturinn frá fyrsta til síðasta hrings í 17. sinn á ferlinum. Sama var uppi á teningnum hjá honum í næsta móti á undan, í Barcelona. Síðasti ökumaðurinn til að afreka hið sama og leiða tvö mót ótruflað út í gegn var Vettel, í Singapúr og Suður-Kóreu 2013.
Það sem af er ári hefur Mercedes átt báða menn á verðlaunapalli í öllum mótunum sex. Fyrstu fimm mótin vann liðið tvöfalt en í gær komst Vettel upp á milli Hamiltons og Valtteri Bottas.