Setur hættulegt fordæmi

Setur hættulegt fordæmi

Ákvörðun bandarískra yfirvalda um að setja Huawei á svartan lista setur hættulegt fordæmi sem kemur niður á milljörðum neytenda, segir yfirlögfræðingur kínverska fyrirtækisins.

Setur hættulegt fordæmi

Viðskiptadeila Bandaríkjanna og Kína | 29. maí 2019

AFP

Ákvörðun bandarískra yfirvalda um að setja Huawei á svartan lista setur hættulegt fordæmi sem kemur niður á milljörðum neytenda, segir yfirlögfræðingur kínverska fyrirtækisins.

Ákvörðun bandarískra yfirvalda um að setja Huawei á svartan lista setur hættulegt fordæmi sem kemur niður á milljörðum neytenda, segir yfirlögfræðingur kínverska fyrirtækisins.

Þetta kom fram í máli Song Liuping á blaðamannafundi en hún segir að viðskiptabannið muni koma niður á bandarískum fyrirtækjum og snerta þau beint, til að mynda starfsmenn þeirra sem eiga á hættu að missa vinnuna. 

Bandarísk stjórnvöld settu Huawei nýverið á lista yfir fyrirtæki sem bandarísk fyrirtæki mega ekki skipta við nema með sérstöku leyfi. Viðskiptabannið er hluti af stærri slag milli Bandaríkjanna og Huawei. Stjórnvöld í Washington segja Huawei, sem er stærsti framleiðandi símabúnaðar í heiminum, ógna þjóðaröryggi. Þessu hafa stjórnendur Huawei ítrekað neitað og segja ekkert hæft í því að notkun á búnaði frá þeim geti ógnað öryggi. Fyrirtækið sé sjálfstætt starfandi án tengsla við stjórnvöld í Kína.

mbl.is