Tvöfaldur sigur ekki það eðlilega

Formúla-1/Mercedes | 29. maí 2019

Tvöfaldur sigur ekki það eðlilega

Mercedesstjórinn Toto Wolff er á því að það sé ekki hið eðlilega ástand í formúlu-1 að lið vinni tvöfaldan sigur og það í röð.

Tvöfaldur sigur ekki það eðlilega

Formúla-1/Mercedes | 29. maí 2019

Valtteri Bottas (t.h.) og Lewis Hamilton á verðlaunapallinum í Mónakó.
Valtteri Bottas (t.h.) og Lewis Hamilton á verðlaunapallinum í Mónakó. AFP

Mercedesstjórinn Toto Wolff er á því að það sé ekki hið eðlilega ástand í formúlu-1 að lið vinni tvöfaldan sigur og það í röð.

Mercedesstjórinn Toto Wolff er á því að það sé ekki hið eðlilega ástand í formúlu-1 að lið vinni tvöfaldan sigur og það í röð.

Wolff kveðst standa á þessu fastar fótum og bætir við að engu hafi mátt muna að Mercees biði ósigur í kappakstrinum í Mónakó síðastliðinn sunnudag.

Lewis Hamilton færði liði sínu 93. sigurinn í sögu formúlu-1 en rimma í bíklskúrareininni milli Max Verstappen á Red Bull og Valtteri Bottas í bílskúrareininni kom í veg fyrir sjötta tvöfalda mótssigur Mercedes á keppnistíðinni.

Wolff segist hafa verið viðbúinn því að sigurgangan tæki enda fyrr en seinna. „Við verðum að halda okkur á jörðinni því við höfum séð að lið hætta að vinna mót þegar þau fara að finna fyrir titli handan hornsins eða telja sigur sjálfgefinn.

Valtteri Bottas á ferð á Mercedesbílnum í Mónakó.
Valtteri Bottas á ferð á Mercedesbílnum í Mónakó. AFP
Ljósmyndarar og brautarverðir í návígi við Valtteri Bottas í Mónakó.
Ljósmyndarar og brautarverðir í návígi við Valtteri Bottas í Mónakó. AFP
mbl.is