Krefjast lausnar leiðtoga Katalóna

Sjálfstæð Katalónía? | 31. maí 2019

Krefjast lausnar þriggja leiðtoga Katalóna

Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að spænsk yfirvöld láti lausa þrjá katalónska stjórnmálamenn sem setið hafa í fangelsi í eitt og hálft ár, án þess að hafa verið sakfelldir fyrir lögbrot.

Krefjast lausnar þriggja leiðtoga Katalóna

Sjálfstæð Katalónía? | 31. maí 2019

Fyrrverandi varaforseti Katalíníu, Oriol Junqueras, er einn leiðtoga Katalóníu sem …
Fyrrverandi varaforseti Katalíníu, Oriol Junqueras, er einn leiðtoga Katalóníu sem Sameinuðu þjóðirnar fara fram á að verði sleppt úr haldi. AFP

Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að spænsk yfirvöld láti lausa þrjá katalónska stjórnmálamenn sem setið hafa í fangelsi í eitt og hálft ár, án þess að hafa verið sakfelldir fyrir lögbrot.

Sameinuðu þjóðirnar krefjast þess að spænsk yfirvöld láti lausa þrjá katalónska stjórnmálamenn sem setið hafa í fangelsi í eitt og hálft ár, án þess að hafa verið sakfelldir fyrir lögbrot.

Réttarhöld yfir 12 stjórnmálamönnum katalónsku aðskilnaðarhreyfingarinnar hófust í febrúar og standa enn yfir. Níu eru í varðhaldi. Réttað er yfir mönn­un­um vegna aðild­ar þeirra í þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðskilnað Katalón­íu frá Spáni í október 2017.

„Eðli málsins samkvæmt ætti að frelsa Cuixart, Sànchez og Junqueras samstundis og greiða þeim skaðabætur auk miskabóta í samræmi við alþjóðalög,“ segir í skýrslu frá nefnd SÞ sem rannsakar varðhald sem grunur leikur á að brjóti gegn mannréttindayfirlýsingu SÞ (e. The Working Group og Arbitrary Detention).

Búist er við að réttarhöldunum ljúki í næsta mánuði en dómur verði ekki kveðinn upp fyrr en í haust. Verði þeir fundn­ir sek­ir geta þeir átt yfir höfði sér allt að 25 ára fang­elsi vegna ákæru um að hvetja til upp­reisn­ar og fyr­ir að lýsa yfir sjálf­stæði Katalón­íu um skamma stund.

Talsmaður spænskra stjórnvalda segir að alla nákvæmni skorti í skýrslu nefndarinnar og að höfundar hennar hafi leyft sér að „litast af og látið matast af róttækum aðskilnaðarsinnum“.

Réttarhöld yfir 12 stjórnmálamönnum katalónsku aðskilnaðarhreyfingarinnar hófust í febrúar og …
Réttarhöld yfir 12 stjórnmálamönnum katalónsku aðskilnaðarhreyfingarinnar hófust í febrúar og standa enn yfir. AFP
mbl.is