„Við erum ánægðir með þessa niðurstöðu. Hún gefur okkur von um að við fáum endurupptöku á okkar máli,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, um dóm Mannréttindadómstól Evrópu um málsmeðferð íslenskra dómstóla í Al-Thani-málinu.
„Við erum ánægðir með þessa niðurstöðu. Hún gefur okkur von um að við fáum endurupptöku á okkar máli,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, um dóm Mannréttindadómstól Evrópu um málsmeðferð íslenskra dómstóla í Al-Thani-málinu.
„Við erum ánægðir með þessa niðurstöðu. Hún gefur okkur von um að við fáum endurupptöku á okkar máli,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, um dóm Mannréttindadómstól Evrópu um málsmeðferð íslenskra dómstóla í Al-Thani-málinu.
Komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð fjórmenninganna Hreiðars Más, Sigurðs Einarssonar, Ólafs Ólafssonar og Magnúsar Guðmundssonar hafi verið með eðlilegum hætti, fyrir utan að efast var um óhlutdrægni eins dómaranna, Árna Kolbeinssonar, vegna þess að sonur hans starfaði fyrir Kaupþing bæði fyrir fall bankans og eftir gjaldþrot hans.
Sagði Hreiðar Már, þegar blaðamaður náði tali af honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, að þeir hygðust sækja um endurupptöku á grundvelli vanhæfis dómara sem með réttu hefði ekki átt að sitja í dómi.
„Við teljum að það séu mörg atriði í dómnum sem eru röng og við getum fengið tækifæri til að leiðrétta,“ sagði Hreiðar Már.
Fjórmenningarnir töldu símtöl sín við verjendur sína í málinu hafa verið hleruð með ólögmætum hætti, en Mannréttindadómstóllinn telur þá hafa átt að höfða skaðabótamál vegna þessa.
„Það er ljóst að Mannréttindadómstóllinn lítur hleranirnar alvarlegum augum. Þeir dæma okkur hins vegar ekki í hag þar sem þeir telja okkur ekki hafa klárað öll okkar réttarúrræði á Íslandi,“ sagði Hreiðar Már.
„Það má ekki líta þannig á að ríkið hafi unnið í því máli. Hið rétta er að brotið var á mannréttindum okkar þegar símtöl okkar og lögmanna okkar voru hleruð.“